Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 15
Af vettvangi Héraðsþing H.S.H. var haldið að Breiðabliki í Miklaholtshreppi 12. marz s.l. Þingforseti var kjörinn Stefán Ásgrímsson, Stóru-Þúfu. Gestir þingsins voru Þorsteinn Einarsson, íþróttafulltrúi, sem flutti erindi um íþrótta- og félagsmál og Jón F. Hjartar, er flutti kveðjur og árnaðaróskir frá Ungmennafélagi íslands. Á þinginu var lögð fram í fyrsta sinn fjölrituð ársskýsla. Alls höfðu verið sett 14 ný héraðsmet í .frjálsum íþróttum á árinu og 2 í sundi. 25 karlar og konur höfðu öðlast rétt á íþróttamerki Í.S.Í. íþróttamaður ársins var kjörinn Sigurður Hjörleifsson Í.M., en hann er einn fjölhæfasti íþróttamaður sambands- ins. Hefur hann náð athyglisverðum árangri í frjálsum íþróttum, auk þess sem hann hef- ur vakið athygli sem góður körfuknattleiks- maður. Vann hann til eignar áletraðan silfur- pening, ien auk þess hefur Kirkjusandur h.f. ákveðið að gefa styttu, sem verður farand- gripur, er íþróttamenn ársins hverju sinni skulu varðveita. í skýrslu formanns kom fram, að stjórn sambandsins hefði í hyggju að ráða íþróttakennara til að ferðast um sam- bandssvæðið í sumar og leiðbeina í íþróttum. Margt fleira athyglisvert kom fram í skýrslu formanns, m. a. hafði sambandið staðið fyrir 2 æskulýðssamkomum á árinu. Mörg mál voru afgreidd á þinginu. Stjórn sambandsins var öll endurkosin, en hana skipa: Jónas Gestsson, formaður, Grundarfirði, Guðbjart- ur Gunnarsson, Hjarðarfelli, ritari, Sigurður Björgvinsson, gjaldkeri, Stykkishólmi, með- stjórnendur Stefán Ásgrímsson, Stóru-Þúfu og Þórður Gíslason, Ölkeldu og varaformað- ur Sigurður Helgason, Laugargerðisskóla. í lok þingsins sýndi íþróttafulltrúi nýja kvik- mynd um frjálsar íþróttir. íþróttafélag Mikla- holtshrepps sá um þingið. Frp.ttaritari H.S H. Sundmót Héraðssambands Strandamanna 1966 það 17. í röðinni, fór fram við Gvendarlaug í Bjarnarfirði 21. ágúst. Keppendur voru frá þrem sambandsfélög- um: Ungmennafél. Leifur heppni í Árnes- hreppi, Sundfél. Grettir í Kaldrananeshreppi, Ungmennafél. Geislinn í Hólmavík. Einnig keppti, sem gestur, Trausti Svein- björnsson frá Sundfél. Hafnarfjarðar. Úrslit urðu þessi: 50 m. bringusund kvenna: 1. Kristbjörg Magnúsdóttir, Gretti (H.S.S. met ......................... 48,0 2. Eyrún Ingimarsdóttir, Gretti ........ 48,1 3. Petrína Eyjólfsdóttir, Leifi ........ 51,7 100 m skriðsund karla: 1. Svanur Á. Ingimundarson, Gretti .. 1:13,3 2. Jón Arngrímsson, Gretti ........... 1:15,4 3. Eiríkur Jensson, Gretti............ 1:15,7 skinpaxi 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.