Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 21

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 21
Guömundur S. Hofdal - Minning f■ 15. wpríl 1883 — d. 14. janúar 1967. Enn hefur fækkað um einn í hópi hinna vöskustu æskumanna aldamóta- kynslóðarinnar. Guðmundur Sigur- jónsson Hofdal var einn þeirra ungu manna, sem hóf merki íþróttanna upp sklNFAXI úr aldamótunum, en íþróttirnar og ungmennafélagshreyfingin voru þá meira og minna samofin sjálfstæðis- baráttu íslendinga. Guðmundur var Mývetningur að ætt, og því þarf engan að undra að hann lærði íslenzka glímu í uppvexti sínum. Glíman hafði mikið aðdráttar- afl fyrir unga menn þar í sveit á þeim dögum. Guðmundur fluttist til Reykjavíkur 1905, og varð brátt einn af fræknustu glímumönnum landsins, og í fremstu röð á stærstu kappmótum um árabil. Hann var einn þeirra, sem sýndu glímu á Olympíuleikunum í London 1908. Árið 1910 var Guðmundur ráðinn íþróttakennari hjá Ungmennafélagi íslands, og ferðaðist hann á vegum samtakanna víða um land allt til árs- ins 1913, er hann hvarf af landi brott til langdvalar erlendis. íþróttakennsla Guðmundar á vegum UMFÍ, sérstak- lega glímukennsla hans, varð mjög heillarík. Hann náði góðum og víðtæk- um árangri í starfi sínu. Hér var rétt- ur maður á réttum stað, og Guðmund- ur átti eftir að verða mjög eftirsóttur íþróttakennari. Ævi Guðmundar varð mjög óvenju- leg, og sumir vildu ef til vill segja — ævintýraleg. Hann fór til Englands að læra nuddþjálfun, en þaðan lá leið hans til Vesturheims. Hann var í Kanada, þegar heimsstyrjöldin fyrri 21

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.