Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 20
— Þingið hvetur sambandsfélögin til að hefja nú þegar öflugan undirbún- ing undir þátttöku Skarphéðins í 13. landsmóti U.M.F.Í., sem halda á að Eiðum 1968. í því sambandi vill þing- ið minna á, að forkeppni landsmótsins hefst á þessu ári. 5. Sumarbúðir H.S.K. Héraðsþing lýsti ánægju sinni með starfrækslu sumarbúða á vegum sambandsins á s.l. sumri að Laugarvatni, og hvatti til þess að efla þá starfsemi. Gestur þingsins, séra Bernharður Guðmundsson í Skarði, flutti snjalla og athyglisverða ræðu um samstarf kirkjunnar og H.S.K. um starfrækslu sumarbúða í héraðinu. 6. Félagsmál. Enn sem fyrr hvatti héraðsþing sambandsfélögin til ár- vekni og framsóknar á öllum sviðum félagslífs, um leið og þakkað var fyrir það sem gert hefur verið á þessum sviðum. Samþykktir voru gerðar í bindindis- málum, svohljóðandi tillaga var sam- þykkt: Héraðsþing 1967 beinir þeim til- mælum til stjórnar sambandsins, að hún athugi möguleika á fræðslu um skaðsemi tóbaks og áfengis í sambandi við fyrirhugaðar sýningar á kvikmynd frá landsmótinu að Laugarvatni og leitað verði til áfengisvarnanefnda um aðstoð við þessa framkvæmd. Einnig samþykkti héraðsþing að skora á Alþingi að samþykkja frum- varp til laga um breytingar á áfengis- lögunum, sem nú liggur fyrir Alþingi. Samþykktir um samkomuhald í héraðinu: Héraðsþing 1967 beinir þeirri áskor- un til samkomuhúsanefndar, og við- komandi sýsluyfirvalda, að þeir beiti sér fyrir eftirfarandi atriðum í sam- bandi við opinbert samkomuhald: a. Að leitað verði eftir samstarfi við yfirvöld á þeim stöðum sem sæta- ferðir koma frá á dansleiki, að reynt verði að hafa eftirlit með því að með sætaferðum komi ekki unglingar und- ir 16 ára aldri, og reynt verði að koma í veg fyrir að áfengi sé með í þessum ferðum. b. Að unglingum sé skylt að sýna nafnskírteini eins og lög mæla fyrir. c. Að forráðamenn samkomuhúsa hafi góða samvinnu sín á milli um leigukjör danshljómsveita. d. Að reynt verði eins og unnt er að bægja óreglu frá samkomum, og löggæzla sé fullnægjandi. Minnisvarði um Ara fróða. Tillaga flutt af heiðursformanni H.S.K., Sig- urði Greipssyni. Á þessu ári eru liðin 900 ár frá fæð- ingu Ara Þorgilssonar hins fróða. í til- efni þess samþykkir þingið að kjósa 5 manna nefnd til að vinna að undir- búningi þess að honum verði reistur minnisvarði og helgaður trjálundur í Haukadal. 7. Fjárhagsmál. Um fjárhagsmál urðu nokkrar umræður. Ljóst er að óbreyttum aðstæðum, að tekjustofn- ar sambandsins hrökkva hvergi nærri fyrir vaxandi útgjaldaliðum. Þingið samþykkti meðal annars í þessu mik- ilsverða máli svohljóðandi tillögu: Héraðsþing 1967 fer þess á leit við hreppa og sýslunefndir á sambands- svæðinu, að þær styrki héraðssam- bandið með beinum fjárframlögum og jafnframt að sá liður gæti orðið fast- ur liður í tekjum sambandsins í fram- tíðinni. 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.