Skinfaxi - 01.04.1967, Qupperneq 22
brauzt út. Guðmundur gat ekki setið
hjá þegar sjálfboðaliðarnir streymdu
í herinn. Með kanadiska hernum tók
hann þátt í hinum óhugnanlega skot-
grafahernaði á Vesturvígstöðvunum
árum saman.
íslendingar, sem börðust í Kanada-
her, mynduðu með sér ísknattleiks-
liðið Fálkana (The Falcons), þegar
þeir komu aftur til Kanada. Þessir
Vestur-íslendingar náðu svo frábær-
um árangri, að liðið var sem heild
valið til að keppa fyrir hönd Kanada
í vetrar-Olympíuleikjunum 1920. Guð-
mundur var einn af Fálkunum og fór
með liðinu sem nuddþjálfari. Er
skemmst frá því að segja, að Fálkarnir
urðu olympyumeistarar með slíkum
yfirburðum, að þeir skoruðu samt. 30
mörk gegn einu. Eftir Olympíuleikana
starfaði Guðmundur um nokkurra
mánaða skeið í Svíþjóð sem þjálfari
hjá sænska Frjálsíþróttasambandinu.
Síðan hélt hann heim til íslands og
hóf þegar glímukennslu, sem hann
stundaði hjá ýmsum félögum allt til
sjötugs.
Með Guðmundi er horfinn af sjón-
arsviðinu sérkennilegur persónuleiki.
Hann var vel heima um marga hluti,
og var skemmtilegur í orðræðum enda
hafði hann ríka kímnigáfu. Þó var
hann alvörumaður undir niðri og
gerði lífsgátunni mikil skil. Það var
uppbyggilegt að ræða eilífðarmálin
við Guðmund, líka fyrir skoðanaand-
stæðinga hans. Jafnan var gengið frá
umræðum í vinsemd, eins og eftir
hressilega glímulotu. Guðmundur var
sagður mjög drengilegur glímumaður,
fimur og snarráður. Þannig reyndist
hann mér einnig í viðkynningu.
E. Þ.
Frá Glímusambandi Islands
Glímusamband íslands vinnur að því
að athuga möguleika á þátttöku
glímumanna í heimsýningunni í
heimssýningunni í Montreal í Kanada
n.k. sumar og er starfandi nefnd, sem
vinnur að því, og er hún skipuð þess-
um mönnum:
Sigurður Geirdal, formaður,
Sigurður Ingason og
Valdimar Óskarsson.
Bætt hefur nú verið í nefndina
tveim mönnum, þeim:
Þorsteini Einarssyni, íþróttafull-
trúa, og Sigtryggi Sigurðssyni, gjald-
kera Glímusambandsins.
Samizt hefur við formann íslenzku
sýningarnefndarinnar, hr. Gunnar J.
Friðriksson, að glíman verði tekin inn
á sýningarskrána á norræna deginum,
sem verður 8. júní í sumar.
Unnið verður að því, að halda fleiri
glímusýningar í Kanada.
Ráðgert er, að glímuflokkurinn
verði skipaður 10 glímumönnum, og
ákveðið hefur verið, að Þorsteinn Ein-
22
SKINFAXI