Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 19

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 19
H.S.K. en milliþinganefnd hafði unn- ið mikið undirbúningsstarf í því máli frá síðasta héraðsþingi. 2. Þrastaskógur. Form. Þrastaskóg- arnefndar U.M.F.Í., Stefán Jasonar- son, hafði framsögu í þessu máli, og skýrði þinginu frá störfum nefndar- innar, og hugmyndum, um framtíðar- aform í Þrastaskógi, sem eru mjög at- hyglisverðar. Gerð var svohljóðandi samþykkt á þinginu: 45. héraðsþing Skarphéðins, haldið að Flúðum 28. og 29. jan. 1967, fagnar þeim framkvæmdum sem gerðar hafa verið í Þrastaskógi að undanförnu, og því ágæta samstarfi sem verið hefur milli H.S.K. og U.M.F.Í. í sambandi við þessar framkvæmdir. Þingið felur sambandsstjórn að hefja samninga við stjórn U.M.F.Í. um aðstöðu Skarphéð- ins í Þrastaskógi og áframhaldandi mannvirkjagerð þar. Stjórn Skarphéðins hafi samráð við forustumenn ungmennafélaganna um þessi mál. Jafnframt þakkar þingið þeim ung- mennafélögum, sem lagt hafa fram fórnfúst starf í Þrastaskógi á liðnum árum og væntir þess, að áframhald verði á slíkri starfsemi. Að síðustu leggur þingið áherzlu á nð Þrastaskógur er dýrmæt eign, sem nngmennafélög um land allt þurfa að hlúa að og skapa þar sem bezta að- stöðu til fjölþættrar félagsstarfsemi. 3. Landgræðsla og gróðurvernd. korm. sambandsins, Jóhannes Sig- mundsson, hafði framsögu í þessu mikilsverða máli. Ungmennafélögin hafa frá önd- verðu látið sig miklu skipta ræktun landsins. Nú á síðari árum hefur SKlNFAXI komið í ljós með nákvæmum mæling- um vísindamanna, að gróðurlendi lands vors fer stöðugt minnkandi, og ræktun vegur hvergi nærri upp á móti landeyðingunni. Því mun enn sem fyrr verða leitað til hinna fórnfúsu, vinnandi handa ungmennafélaganna í landinu, sem .leggja munu metnað sinn í að bjarga landi sínu frá upp- blæstri og eyðingu. Héraðsþing samþ. svohljóðandi til- lögu: Héraðsþing H.S.K. 1967 vekur at- hygli á framkomnum tillögum um þátttöku ungmennafélaga í land- græðslu og gróðurvernd á afréttar- löndum landsins. Telur þingið að hér sé um merkilegt mál að ræða, ekki sízt fyrir þetta hérað, þar sem gróður- eyðing er sums staðar geigvænleg og brýn þörf að stöðva hana og græða landið upp að nýju. Hvetur þingið ungmennafélaga til að bregðast vel við, ef til þeirra verður leitað í þessu máli. 4. íþróttamál. íþróttanefndir H.S.K. höfðu unnið mikið starf á s.l. ári, og samkv. afreka- og metaskrám sem lagðar voru fram á þinginu, eru fram- farir einstaklinga miklar, auk þess sem þátttakendum í íþróttastarfi ung- mennafélaganna fer stöðugt fjölgandi. Kostnaður við hið mikla íþróttastarf fer stöðugt vaxandi, og er H.S.K., sem og önnur vel starfandi íþróttafélög í landinu, að sligast undir kostnaðinum. Þrátt fyrir þessa staðreynd gerði þing H.S.K. mjög margar, merkar samþykktir í íþróttamálum, og von- andi er að hægt verði að framfylgja þeim. Meðal samþykkta í íþróttamálum var þessi: 19

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.