Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.04.1967, Blaðsíða 7
Myndin er tekin 1914, er UMFR og Umf. Iðunn héldu Guðbrandi kveðjusamsœti, þegar hann flutti úr bœnum. Guðbrandur heldur á svipu, sem honum var gefin að skilnaði. Meðal ungmennafélaga ó myndinni eru séra Jakob Lórusson, Helgi Hjörvar, Jón Þórðarson, prentari, Ásgeir Ásgeirsson, síðar forseti Islands, Jörundur Brynjólfsson, Jónas Jónsson, Sigurjón Pétursson o. fl. Eftir 60 ár — Hvað segirðu svo um ungmenna- félögin í dag eftir öll þessi ár? — Ungmennafélögin hafa haldið velli þrátt fyrir gjörbreyttar þjóðfé- lagsaðstæður. í kaupstöðunum hafa mörg önnur félög tekið að sinna hverju einstöku máli, sem ungmenna- félögin höfðu áður 1 fangi, svo sem einstökum íþróttagreinum, söng, skóg- rækt o. fl. En ungmennafélögin hafa samt sannað tilverurétt sinn áfram, einkum í dreifbýlinu. Ég hef ekki orð- ið öllu glaðari á síðari árum en þegar ég upplifði líf ungmennafélaganna á Landsmótinu að Laugarvatni 1965. Þar var íslenzk æska í essinu sínu undir merki ungmennafélaganna. Ég sá, að þetta er enn í fullu fjöri. Framsýni Guðbrandur er kvæntur Matthildi Kjartansdóttur, og í húsi þeirra að Ásvallagötu 52 getur að líta óvenju fallegt heimili íslenzkrar listar og heimilisiðnaðar, þar sem húsmóðirin á sinn stóra þátt. Fjölmörg málverk meistara Kjarvals prýða þetta heimili og gefa því einstæðan svip. Enginn skyldi furða sig á þessu. Þeir Guð- brandur og Kjarval eru aldavinir, og það ætti að fara vel á því að rifja að SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.