Skinfaxi - 01.11.1967, Page 4
Forseti íslands, hr. Ásgeir Ásgeirsson, ávarpar 25. sambandsþing- UMFI. Hann ílutti ung-
mennafélagshreyfingunni þakkir fyrir unnin störf landi og þjóö til heilla og ílutti UMFl
árnaðaróskir í tilefni afmælisins.
æskulýðsnefnd, og frá fjáröflunar-
leiðum, er nú þyrfti að ræða um í
sambandi við væntanlega æskulýðs-
löggjöf.
Að því búnu var umræða um
skýrslu stjórnarinnar og var hún síð-
an samþykkt með lófataki.
IV. Landgræðsla
Framsögumaður Jóhannes Sigmunds-
son sagði frá ferð ungmennafélaga
úr Skarphéðni inn í óbyggðir s. 1.
sumar, er þeir í samvinnu við Land-
græðslu ríkisins sáðu grasfræi og á-
burði á örfoka svæði. Eftir að hafa
talað nokkur hvatningarorð til þings-
ins flutti hann tillögu um land-
græðslu.
V. Landsmótið að Eiðum 1968
Framsögumaður Jón Ólafsson skýrði
frá gangi mála. Nýlega hefði verið
send stjórn UMFf greinargerð um
gang mála hjá landsmótsnefnd. 1
sumar hefur verið unnið að vallar-
gerð, gamli völlurinn unninn upp að
nýju auk þess tveir aðrir minni vellir.
Þá er hafin undirbúningur hópsýn-
inga og allt er nú að fá á sig fullnað-
arform, en á næstunni verður gengið
frá sundaðstöðu.
Undir þessum lið tók til máls Þor-
steinn Einarsson íþróttafulltrúi, er
benti á nauðsyn þess að héraðssam-
böndin hjálpuðu til við að leggja til
starfsfólk til starfa við íþróttakeppn-
4
SKINFAXI