Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 10

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 10
Steffán Jasonarson Manngildi æskunnar skiptir mestu máli Á Skógarhátíð UÍA s. 1. sumar flutti hinn góðkunni ungmenna- félagsfrömuður Stefán Jasonarson ræðu. Skinfaxi fór þess á leit við Stefán að fá að birta ræðuna, og sendi Stefán okkur hana, nokkuð stytta. Góðir tilheyrendur. Gleðilega hátíð. Ég var svo heppinn að eiga þess kost að dvelja með forystumönnum Ung- menna- og íþróttasambands Austur- lands í 2 daga og fylgjast með störf- um þeirra, þegar þeir héldu ársþing sitt að Eiðum á s. 1. hausti. Ég hafði aldrei áður komið í þetta byggðarlag. Mér var það því nokkur eftirvænting, er Snarfaxi Flugfélags Islands, steypti sér úr skýjaþykkn- inu í 15000 feta hæð. — Snæviþakið hálendið var að baki en framundan var Fljótsdalshérað með sín sérstæðu einkenni, borið saman við önnur byggðarlög: Lagarfljót langt og breitt. — Hallormsstaðaskógur, með sína margbreytilegu haustliti, Hall- ormsstaður — og búsældarleg bænda- býli blöstu við augum. Og seinna, þegar fast land var undir fótum, minntist ég viðburða- ríkra daga meðal ungmennafélaga úr þessu byggðarlagi. Ég fylgdist með umræðum ykkar um félagsmálin og hvernig þið brugð- ust við ýmiss konar vanda. Ég fylgd- ist með áætlunum ykkar varðandi verkefni framtíðarinnar. Og ég minn- ist gestrisni ykkar, góðir ungmenna- félagar. Ég minnist þess er einn úr ykkar hópi, íþrótta- og æskulýðsleið- toginn síungi, Ármann Halldórsson, tók okkur ferðalagana á sína arma og sýndi okkur Eiðaskóla, þetta fræga menntasetur, þar sem aust- firsk æska hefur unnið og lært á liðn- um áratugum. Að síðustu lét þessi ágæti æskulýðsfrömuður son sinn aka okkur hingað í Hallormsstaða- skóg, þar sem Sigurður Blöndal skóg- arvörður gerðist okkur fræðari og leiðsögumaður. Hann kann skil á skógarfræðinni hann Sigurður Blönd- al. — Jafnvel bóndi sem er fæddur og uppalinn á flatlendinu í Flóanum og verður sjálfsagt alla sína búskapar- tíð að fylla skógi sína eigin skógrækt- argirðingu, sem aðeins þekur 1 hekt- ara lands, — fær ekki orða bundist yfir frjómagni austlenzku moldarinn- ar, þegar hann lítur Guttormslund í fyrsta sinn. Og Atlavík á sér enga líka á landi hér. Ef til vill er mér þó minnisstæðast, 10 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.