Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.11.1967, Side 12

Skinfaxi - 01.11.1967, Side 12
miðað við það sem áður var. En það er vandi að vera ríkur, nú á þessum „síðustu og verstu tímum,“ og erfið- ara er það að sögn, að gæta fengis fjár en afla þess. Ef við gleymum íslendingnum í sjálfum okkur, en miðum okkar framtíðarheill við stóriðju ,,Á1“ og ,,Gúr“, á vegum útlendra auðhringa, þá hjálpi okkur hamingjan. Kannske er kjörorð það sem ung- mennafélagar tóku sér í upphafi: „!s- land allt“ úrelt slagorð ? — Fyrir nokkrum vikum var ég á ferð í hópi 30 ungmennafélaga, á leið inni á öræfum Islands, þar sem fyrirhugað var að dvelja í 2 daga og sá grasi og áburði í uppblásturssvæði, sem ógnuðu því gróðurlendi sem fyrir var. Allt í einu birtust í einni röð all- margir tugir ungra barna á göngu og höfðu hendur á bandi, sem myndar- legar konur strengdu sín á milli. Þetta voru gæzlukonur á barnaheim- ili. „Þetta eru falleg börn“, hrópaði einn af ferðafélögunum. Annar sagði: „Þetta er hörmuleg sjón“. — Báðir höfðu rétt fyrir sér. Börnin voru fal- leg. En það var einnig hörmulegt að sjá þessi fallegu börn teymd á bandi eins og ósjálfstæða og ósjálfráða ein- staklinga. Það er vandi að vera rík þjóð og þurfa að ala upp yngstu æskuna á bandi. Islenzk æska er tápmikil, frjáls- huga og félagslynd. Þess vegna er þeim, sem annast uppeldi hennar, nokkur vandi á höndum. Þess vegna skil ég vel áhyggjur þeirra æskulýðs- leiðtoga, sem uppgötva það einn góð- an veðurdag, að áhugamál æskufólks- ins hafa verið vanrækt vegna ann- ríkis undangenginna ára. Þess vegna óska ég austfirskum ungmennafélög- um til hamingju með það stóra verk- efni, sem þeir hafa tekið að sér að leysa, þ. e. að sjá um og halda næsta landsmót ungmennafélaganna, sem háð verður að Eiðum næsta sumar. Þetta er veglegt en vandasamt verkefni. Vera má að hér á Austur- landi finnist fólk, sem álítur að ung- mennafélagar í þessu héraði leysi ekki þennan vanda. Ég fullyrði: Ykkur tekst að vinna þetta verkefni. Austfirskir ung- mennafélagar hafa áður sýnt, að þeir geta gert góða hluti, ef þeir samein- ast að settu marki. Ég minnist þess er austfirskir ungmennafélagar komu fjölmennir á landsmótið á Hvanneyri árið 1943 og báru þar sigur úr bítum í íþróttakeppninni. Ég minnist líka með þakklæti þeirra myndarlegu íþróttamanna af Austurlándi, er mættu á landsmótinu á Laugarvatni 1965. Fas þeirra og framkoma öll, undir öruggri stjórn fararstjóra þeirra, Jóns Ólafssonar íþróttakenn- ara, bar vitni um að hér í byggðar- laginu er félagslega þroskað fólk. Það hefur verið sagt að landsmótin séu „fjöregg ungmennafélagsskapar- ins“. að er því mikils vert, að þeir sem gæta þessa fjöreggs, skilji vel þá ábyrgð sem þeir taka sér á hendur. Það nægir ekki að fáir forustu- menn skilji þetta. Héraðsbúar allir, ungmennafélagar og aðrir, eldri og yngri verða að skilja þá ábyrgð sem á þeim hvílir. Takist þetta þarf engu að kvíða um árangurinn. — Hér í Hallormsstaðaskógi, í Atla- 12 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.