Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.11.1967, Qupperneq 16

Skinfaxi - 01.11.1967, Qupperneq 16
þjóðfélagsháttum hefur starfsgrund- völlur félagsskaparins víða raskast verulega. Til að mæta slíkum breytingum leggur nefndin til að ungmennafélag- ar þessara landsvæða athugi gaum- gæfilega hvort ekki sé æskilegt að félagssvæðin fylgi t. d. skólahverfum eða í framtíðinni stækkun sveitarfé- laganna. Jafnhliða því væri starfandi ung- mennafélag í efri bekkjum skólanna og mætti vænta þess að þeir ungling- ar héldu síðan hópinn eftir að námi lyki og yrðu stofn að fjölmennara og öflugra ungmennafélagi en annars gæti orðið. 1 þéttbýlinu væri sami háttur á hafður, að þar væru deildir ung- mennafélaga stofnaðar í efri bekkj- um skólanna þar sem áhugi væri fyr- ir slíku. Innan þessara unglingadeilda rúm- ast fjölmörg verkefni ungmennafé- lagshreyfingarinnar. Æskilegt væri til dæmis að koma þar upp sérstöku fundarformi, föstu í formi þar sem allir meðlimir yrðu virkir þátttakend- ur. Innan þessara deilda færu fram unglingakeppnir í iþróttum, innbyrð- is keppnir innan héraðssambanda þar sem keppt væri eftir stigatöflu. Við skipulagningu þessara ungl- ingadeilda svo og öll önnur verkefni hvers héraðssambands hafi héraðs- sambandið fastráðinn framkvæmda- stjóra, — félagsmálaleiðtoga — sem starfi eingöngu að uppbyggingu fé- lagslegs starfs á þessu sviði. Smærri héraðssamböndin gætu e. t. v. i fyrstu sameinast fleiri en eitt um fram- kvæmdastjóra. önnur hafa þegar mann í sinni þjónustu á þessu sviði. Fjárhagsgrundvöllur héraðssam- banda er víða ótryggur og hrís því mörgu sambandinu hugur við að fast- ráða mann. Sveitafélögin ættu að leggja þessu máli verulegt lið, og með stærri sambandssvæðum og vaxandi starfi vex einnig fjáröflunarmögu- leikinn verulega. Ungmennafélögin í landinu hafa verið í broddi fylkingar varðandi það að stuðla að ánægjulegum útisam- komum víðsvegar á landinu, t. d. um verzlunarmannaheigina. Nefndin leggur til, að hvert hér- aðssamband setji sér það markmið að koma upp, hvert í sínu héraði, við- unandi útivistaraðstöðu fyrir ferða- fólk að sumrinu, þar sem séð væri fyrir nauðsynlegri tjaldbúðaraðstöðu með vatnslögnum og annarri hrein- lætisaðstöðu á viðundandi hátt. Þessi starfsemi gæti fljótt gefið af sér tekjur, þar sem slíkri starfsemi fylgir alltaf einhver viðskiptaþjón- usta, sem nauðsynlegt væri að koma upp. Sem dæmi fyrir slíka ferðaþjón- ustu mætti nefna Þrastarskóg. Til nýrra verkefna ungmennafélag- anna skal telja landgræðslu, sem ein- stök ungmennafélög hafa þegar haf- izt handa um, og er það í sama anda og fyrri verkefni og áform ung- mennafélaganna, að klæða landið. Um hin önnur verkefni ungmenna- félaganna er ekki rætt hér, aðeins leitast við að draga fram þá þætti sem nýrri eru og skapast meðal ann- ars af breyttum aðstæðum, nýjum möguleikum og breyttum þjóðfélags- háttum. Verkefni framkvæmdastjóra hér- aðssambandanna eru nær óteljandi, þar sem segja má að markmiði ung- 16 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.