Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 18

Skinfaxi - 01.11.1967, Síða 18
mennafélaganna séu lítil takmörk^ sett innan þess ramma sem heyrir tirl mannræktar og umbóta í þjóðfélag- inu. Verksvið UMFl, það forystuhlut- verk sem framkvæmdastjórn UMFl er ætlað er vissulega mjög fjölþætt: I fyrsta lagi er óhugsandi að allt það skipulags- og framkvæmdastarf, sem þar þarf að inna af hendi, verði leyst í hjáverkum. Nefndin telur aukið skipulag nauð- synlegt með tilliti til sameiginlegrar fyrirgreiðslu allra héraðssambanda og ungmennafélaga í landinu. Leggja verður áherzlu á aukið samstarf við önnur æskulýðssamtök í landinu, sem vinna á hliðstæðum grundvelli, t. d. telur nefndin skipulagt samstarf við ISl mjög mikilvægt og nauðsynlegt, og minnir á tillögu um samvinnu- nefnd UMFl og ÍSl í því sambandi. Skipulagning 1. Skrifstofa UMFI 1. UMFl hafi opna skrifstofu á venjulegum skrifstofutíma allt árið. 2. UMFl ráði framkvæmdastjóra, sem starfi eingöngu að málefn- um UMFl. 3. UMFl ráði skrifstofustúlku. 2. Verkefni frainkvæmdastióra UMFl 1. Framkvæmdastjóri annist alla framkvæmdastjórn og sjái um að samþykktir stjórnar UMFl séu framkvæmdar. Hefur á hendi fjármál UMFl og gætir réttar þess í hvívetna. 2. Skrifstofa UMFl sé tengiliður milli stjórnarinnar og héraðs- sambandanna. 3. Framkvæmdastjóri heimsæki öll héraðssambönd minnst einu sinni á ári og einstök félög ef ástæða þykir og tími vinnst til. til. 4. Framkvæmdastjóri sér um, á- samt skrifstofustúlkunni, að skýrslur innheimtist og berist skilvíslega frá öllum héraðs- samböndum, og séu fullkomlega útfylltar eftir því sem form þeirra segir til um. 5. Framkvæmdastjóri kannar fyrir hönd stjórnarinnar grundvöll fyrir stofnun nýrra ungmenna- félaga sérstaklega í skólum og þéttbýli landsins og vinnur að slíku. Fylgist ennfremur með möguleikum þeirra félaga sem fyrir eru, fjölgun félaga eða samruna. Sérstök verkefni 1. UMFl hefjist þegar handa um stofnun og starfrækslu félagsmála- skóla, sem hafi það markmið að þjálfa unga menn og konur til þess að taka að sér félagslega leiðbein- ingu innan héraðssambandanna og innan einstakra ungmennafélaga. UMFl láti fram fara ýtarlega athugun á því hvort ekki sé unnt, að ungmennafélagshreyfingin komi upp sumardvalarheimili fyrir börn sem víðast á landinu, t. d. í skólunum. Með því móti væri hægt. að ná til mikils fjölda barna og unglinga, sem ynnu þá að ýmsum verkefnum ungmennafélaganna, t. d. landgræðslu, kæmust þannig i beint samband við störf og hug- 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.