Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 4

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 4
FORSÍÐUMYNDIN er tekin í forkeppni olympíuleikanna í handknattleik sem háð var í San Sebest- ian á Spáni í vetur. íslenzka handknatts- liðið stóð sig með mikilli prýði og ávann sér rétt til þátttöku í aðalkeppni olym- píuleikanna í sumar. A myndinni sést Ólafur Jónsson skora í leiknum við Búlg- ara, sem Island vann með 19—10. Minningar- sjóður Aðalsteins Meðal gesta á sambandsþingi UMFÍ var Daníel Ágústínusson, og flutti hann ávarp á þinginu. Gerði hann m. a. grein fyrir störfum íþróttanefndar ríkisins og hag íþróttasjóðs, en Daníel hefur um langt árabil verið fulltrúi í íþróttanefnd ríkisins. Lét hann í ljós ánægju yfir þeirri auknu fjárveitingu, sem íþróttasjóður fær samkvæmt fjárlagafrumvarpinu, sem lagt hefur verið fram á Alþingi. Þá ræddi Daníel um minningarsjóð Aðalsteins Sigmundssonar, sem er í vörzlu UMFÍ. Las hann upp reikninga sjóðsins og gerði síðan nokkra grein fyrir Aðalsteini heitnum og störfum hans í þágu íslenzkra ungmennafélaga og al- jrjóðar, en Aðalsteinn lézt árið 1942. Lagði Daníel til, að minningarsjóður þessi yrði stórlega efldur og að stórt átak yrði gert í þessu máli í tilefni 75 ára afmælis Aðalsteins heitins, sem verð- ur 10. júlí 1972. Var máli þessu vísað til allsherjar- nefndar. Urðu nokkrar umræður um leiði Aðalsteins í kirkjugarðinum í Nesi í Að- aldal, en á því hefur til þessa enginn legsteinn verið. Gunnlaugur Gunnarsson, HSÞ, upplýsti að nú væri unnið að gerð minnismerkis á leiði Aðalsteins og yrði því komið fvrir innan tíðar. Jöfn og spennandi keppni hefur oft verið í 1. deild í körfuknattleik í vetur. Myndin er fekin i leik Umf. Skallagríms og Héraðssam- bandsins Skarphéðins. (Ljósm. K. Ben.). 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.