Skinfaxi - 01.02.1972, Qupperneq 16
Guðmundur Þórarinsson:
LYFTINGATÆKI
OG NOTKUN ÞEIRRA
mum
ft 'feí j .
Ef ætlunin er að nota lyftingatæki og
lyftingaæfingar í þeim tilgangi að auka
afreksgetu einstaklingsins í einhverri
íjoróttagrein, þá eru ýmis atriði í með-
ferð þeirra sem taka verður tillit til, ef
notkun þeirra á að gefa góða raun.
Hér á eftir verður gerð tilraun til að
gera þessu nokkur skil, eftir því sem rúm
leyfir.
Ahrif lyftingaæfinga
Lyftingaæfingar gera ekki þann sem
þær æfir, t. d. knattspyrnumann, að
leiknari íþróttamanni. Þær gera hann
hins vegar, séu þær rétt æfðar, að sterk-
ari íþróttamanni, sem síður er hætt við
meiðslum en áður, — leikmanni sem
vtrður stæltari og kröftugri við að spyma
knettinum eða skalla hann.
Svipaðar framfarir verða hjá öllum
sem nota lyftingaæfingar, hvaða íþrótt
sem þeir síðan keppa í. Líkaminn stælist,
öðlast meiri kraft og verður betur undir
líkamsæfingar búinn, en tækni keppnis-
íþróttarinnar eykst ekki nema hún sé
æfð sérstaklega.
Frásögn af æfingum frægs spretthlaup-
ara
Hinn heimskunni spretthlaupari, svert-
inginn McDonald Bailey, sem m. a.
dvaldist um tíma hér á landi á vegum ÍR
við þjálfun frjálsíþróttamanna, er ágætt
dæmi um íþróttamann sem æfði með
lyftingatækjum og taldi sig hafa náð
sínum góða árangri með þeirra hjálp.
Hann lét þó aldrei undir höfuð leggjast
að æfa hinar sérstæðu æfingar sprett-
hlauparans af mikilli alúð. Lyftingatækin
urðu aldrei að aðalatriði æfínga hans
heldur einvörðungu mjög notadrjúgt
hjálpartæki.
McDonald Bailey átti mjög langan og
glæsilegan feril að baki sem spretthlaup-
ari þegar hann lagði hlaupaskóna á hill-
una, og sem afreksmaður í spretthlaup-
16
SKINFAXI