Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 14

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 14
l■lllll■lllllll■ll■ll■lll■lllllllllllllll, iiim, ||,,,,,,, munn,,,,,,.. Aukin dherzla lögð d | unglingastarfið Hundruð unglinga og barna njóta á hverju sumri vistar í sumarbúðum ung- mennafélaga. Árangurinn af þessu starfi er mjög góður, og á þingi UMFÍ var sam- þykkt eftirfarandi ályktun um unglinga- starf ið: 27. sambandsþing UMFÍ haldið að Húnavöllum dagana 30.—31. október 1971 hvetur sambandsaðila til þess að leggja ríka áherzlu á aukið unglingastarf á veg- um samtakanna. Þingið bendir sérstak- lega á eftirtalin atriði: a) Fræðslu um ungmennafélögin og sögu þeirra. b) Starfrækslu ungmennabúða. c) Gagnkvæmar heimsóknir félaga, hér- aðssambanda og skóla til keppni og kynningar á sviði félagsmála og íþrótta sumar jafnt sem vetur. d) Auka þátttöku yngstu félaganna í landgræðsluferðum, sem jafnframt verði skemmtiferðir og til fræðslu um landið og náttúru þess. e) Samkomuhald og tómstundakvöld, þar sem hinum yngri er gefin kostur á að vera virkir þátttakendur i fram- kvæmdum. f) Að vinna að tilsögn í aukinni þátt- töku hinna yngri í almennum söng. g) Leggja ber áherzlu á að iþrótta- og félagsstarf haldist í hendur og gera unglingum grein fyrir gildi þess. 27. sambandsþing UMFÍ lýsir ánægju sinni yfir auknu ungmennabúðastarfi á vegum sambandsaðila UMFÍ og hvetur til enn frekari starfa á þeim sviðum. Þá beinir þingið því til stjórnar UMFÍ að efna til námskeiðs leiðbeinenda ung- mennabúða. Hópur barna á sumar- búðanámskeiði. H SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.