Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.02.1972, Page 14

Skinfaxi - 01.02.1972, Page 14
l■lllll■lllllll■ll■ll■lll■lllllllllllllll, iiim, ||,,,,,,, munn,,,,,,.. Aukin dherzla lögð d | unglingastarfið Hundruð unglinga og barna njóta á hverju sumri vistar í sumarbúðum ung- mennafélaga. Árangurinn af þessu starfi er mjög góður, og á þingi UMFÍ var sam- þykkt eftirfarandi ályktun um unglinga- starf ið: 27. sambandsþing UMFÍ haldið að Húnavöllum dagana 30.—31. október 1971 hvetur sambandsaðila til þess að leggja ríka áherzlu á aukið unglingastarf á veg- um samtakanna. Þingið bendir sérstak- lega á eftirtalin atriði: a) Fræðslu um ungmennafélögin og sögu þeirra. b) Starfrækslu ungmennabúða. c) Gagnkvæmar heimsóknir félaga, hér- aðssambanda og skóla til keppni og kynningar á sviði félagsmála og íþrótta sumar jafnt sem vetur. d) Auka þátttöku yngstu félaganna í landgræðsluferðum, sem jafnframt verði skemmtiferðir og til fræðslu um landið og náttúru þess. e) Samkomuhald og tómstundakvöld, þar sem hinum yngri er gefin kostur á að vera virkir þátttakendur i fram- kvæmdum. f) Að vinna að tilsögn í aukinni þátt- töku hinna yngri í almennum söng. g) Leggja ber áherzlu á að iþrótta- og félagsstarf haldist í hendur og gera unglingum grein fyrir gildi þess. 27. sambandsþing UMFÍ lýsir ánægju sinni yfir auknu ungmennabúðastarfi á vegum sambandsaðila UMFÍ og hvetur til enn frekari starfa á þeim sviðum. Þá beinir þingið því til stjórnar UMFÍ að efna til námskeiðs leiðbeinenda ung- mennabúða. Hópur barna á sumar- búðanámskeiði. H SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.