Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 26

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 26
Samtíð og framtíð Starfið á fjarlægu landshorni í bréfi frá Viðari Friðgeirssyni, form. umf. Austra á Raufarhöfn til UMFÍ segir m. a.: — Nú um áramótin tóku gildi nýjar reglur hjá Getraunum, sem e.t.v. eiga eft- ir að gera okkur úti á landsbyggðinni svolítið erfitt fyrir, en það er að ekki verða teknir til greina þeir seðlar, sem berast eftir kl. 2 á laugardögum. Við eig- um sjálfsagt eftir að fá nokkur umslög í hausinn aftur, þar eð við getum ekki ráð- ið veðrinu, og þó að ég gangi frá upp- gjörinu hér á mánudagskvöld, getur oft orðið tvísýnt að það nái í tæka tið. í haust hefur félagið verið með „opið hús“ einu sinni viku, og verður svo áfram fram eftir vetri eða til vors. Þar iðkum við badminton og borðtennis og spilum „bobb“ ásamt öðru því, sem okkur dettur í hug og aðstæður leyfa. Áhugi fyrir boltaleikjum er alltaf tals- verður, en þar vantar okkur húsnæðið, þar sem félagsheimilið er of fíngert til að þola slíkan darraðardans. Aðaltilgangurinn með bréfinu er nú samt að gerast aðili að leikritasafni UMFÍ .... Jón Pétursson, HSH. Tilgangur og ánægja í athyglisverðri ræðu á ársþingi HSH, sagði formaðurinn, Jón Pétursson, m. a.: — Enn eru það iþróttirnar, sem gefa fólki kost á hollu og heilbrigðu lifi, lifi ógleymanlegra viðburða, samverustunda með góðum félögum, viðburða, sem aðeins geta gerzt meðan likaminn er ungur, heil- brigður og hraustur. Sérhver ungur mað- ur þarf að eiga löngun og þrá, áhuga og takmark, svo að lifið veiti honum ánægju, fyllingu og tilgang og til þess að eyða tómleikanum, lifsleiðanum, stefnuleys- inu, sem óneitanlega er að verða mjög áberandi hjá mörgu ungu fólki og leiðir til aukinnar áfengisnotkunar. í sambandi við yfirlit sitt um fjárhag HSH, sagði Jón m. a.: — í sambandi við fjáröflun ungmenna- félaga sýslunnar vil ég minnast á, að 26 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.