Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.02.1972, Blaðsíða 18
Alltof algeng sjón er að sjá hlaupara örmagn- ast eftir keppni. GÓ5 þrekþjálfun hefur stór- lega fækkað slíkum atburðum á síðari árum. Sumu íþróttafólki finnst það ná betri árangri með því að blanda æfingunum saman á uppbyggingatímanum. Það get- ur ekki fellt sig við sérstaka æfingadaga fyrir lyftingar og tekur þess vegna þann kost að taka nokkrar lyftingaæfingar með hinum daglegu æfingum sínum. Þess vegna er það ráð mitt til þeirra sem æfa, að reyna báðar aðferðirnar og velja síðan þá aðferðina sem því finnst betur gefast og þeir ná betri árangri með, því að trú þess sem æfir, á æfingar sínar og æfingaaðferð er hálfur árangurinn. Magn lyftinga á æfingatíma Ekki er talið ráðlegt að taka fyrir meira en 6—8 æfingar með lyftinga- tækjum að viðbættum þeim æfingum sem kunna að falla inn í upphitunina, a. m. k. ekki fyrr en viðkomandi er orðinn þaulvanur lyftingaæfingum. Æfingarnar með lyftingatækjunum eru mun erfiðari en þær sýnast vera í fljótu bragði, og þess vegna kann það tæpast góðri lukku að stýra, ef hver einstakur æfingatími er gerður of erfiður með því að taka fyrir of margar æfingar hverju sinni. Síðar, þegar líkaminn hefur styrkzt að mun vegna hinna reglubundnu lyftinga- æfinga, má bæta við nýjum æfingum, skijrta um æfingar og breyta prógramm- inu eftir því sem þörf er á og óskað er eftir. Æfingar byrjandans Sá sem aldrei hefur notað lyftinga- tæki áður né æfingar með þeim, gerði rétt í að nota æfingarnar á eftirfarandi hátt, svo sem mælt er með í flestum þeim bókum sem um lyftingar fjalla: Fyrstu tvær vikumar skal nota þyngd- ir sem eru vel viðráðanlegar og tíminn notaður til að læra æfingamar og hvem- ig beita skuli vöðvunum við framkvæmd þeirra. I þessu sambandi má oft lesa og heyra talað um að þyngdir þær sem unnið er með, skuli þá vera um 60% af þeirri þyngd sem viðkomandi getur haft mesta og framkvæmt æfinguna einu sinni með góðum stíl (góðu lagi). Bandaríski kúlu- varparinn Guebner náði frábærum ár- angri með þvi að nota þyngdir við æfingar. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.