Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.08.1973, Page 4

Skinfaxi - 01.08.1973, Page 4
Þjóðhátíðin að ári Þegar 1100 ára afmælis íslandsbyggðar verður minnst á næsta ári um land allt, munu hátíðahöldin hvarvetna í héruð- unum hvíla að verulegu leyti á ung- mennafélögum og samtökum þeirra. For- ráðamenn hinnar stjórnskipuðu þjóðhá- tiðarnefndar munu líka fljótlega hafa komist að þvi að í undirbúningi og fram- kvæmd héraðshátiða treystu allir fyrst og fremst á ungmennasamtökin, sem byggja á einstæðri reynslu og dýrmætri erfða- venju varðandi útihátíðahöld á Islandi. Skinfaxa þætti mikill fengur að því að fá fréttir, frásagnir og hugmyndir varð- andi þjóðhátíðahöldin að ári. Blaðið vill gjarnan miðla reynslu, upplýsingum og hugmyndum um þetta mál. Það hlýtur að vera metnaður ung- mennafélaga um allt land að eiga sem stærstan hlut að hátiðahöldunum og gera þau svo úr garði að þau verði hátíð og skemmtun fyrir fólk á öllum aldri. Slikar hátíðir hafa mikla þýðingu fyrir menningu þjóðarinnar og samheldni, séu þær vel skipulagðar, og til þess er ung- mennafélögunum best trúandi. FORSÍÐUMYNDIN sýnir unga drengi í hörkukeppni á í- þróttavellinum i Þrastaskógi í sumar. Sigurður Geirdal tók myndina, en hann stjórnaði líka vinnuskóla UMSK og UMFÍ í sumar. Sjá frásögn í þessu blaði. íþróttaverðlaun UMSS Sigurlína Gísla- dóttir var kjör- in „íþróttamað- ur ársins“ 1972 hjá Ungmenna- sambandi Skagafjarðar. Á myndinni sést Sigurlín með verðlaunagripin sem sæmdar- heitinu fylgir. Sæmdir starfsmerki Á héraðsþingi IJMSE í vor voru tveir af for- ystumönnum UMSE um árabil sæmdir starfs- merki UMFÍ. Það voru þeir Sveinn Jónsson (t. h.) og Birgir Marinósson. 4 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.