Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 18

Skinfaxi - 01.08.1973, Blaðsíða 18
Landshappdrættí UMFÍ 1973 Á 28. þingi UMFÍ í Haukadal var sam- þykkt að fela stjóm UMFÍ að koma á happdrætti til tekjuöflunar fyrir hreyf- inguna. Happdrætti þetta er nú farið af stað undir nafninu „Landshappdrætti UMFÍ 1973“, og er skipulagt á þann hátt að aðildarfélögum og samböndum UMFÍ hafa verið sendir miðar eftir meðlima- fjölda, og er fastlega vonast eftir því að allir selji upp. Verð hvers miða er kr. 200,00 og útgefnir miðar samtals 15.000. Sölulaun verða 80. kr. pr. miða og 20 kr. í viðbót til þeirra sem best standa sig. Landshappdrætti heildarsamtakanna hefur marga kosti fram yfir minni stað- bundin happdrætti, t. d. losna félögin við alla aðra vinnu og skipulagningu en sölu miðanna, vinningar verða stórum glæsi- legri og félögin þurfa engu að hætta, taka allt sitt á þurru, ef svo má segja. 80-100 kr. fyrir að selja einn happdrættis- miða sýnir okkur líka að hér getur orðið um drjúga tekjulind að ræða fyrir þá sem leggja sig fram. Dregið verður 1. des. og verða menn því að nota tímann vel, því happdrættið nær ekki tilgangi sínum nema allir mið- arnir seljist, og þá er líka tryggt að sölulaun til félaga og sambanda verða kr. 1500 þús., og eins og fjármálum okk- ar er háttað í dag, ætti að muna um þá upphæð. Vinningar eru 15 talsins og að verðmæti hálf miljón króna. UMFÍ væntir mikils af tilraun þessari og treystir því að menn sýni þann dugn- að sem með þarf til að slíkt fyrirtæki heppnist, takist þessi tilraun gæti hér ver- ið um árvissan tekjustofn fyrir ung- mennafélögin að ræða. Hér fvlgir svo skrá yfir vinningana. 1. Vélsleði ................ 200.000,00 2. Útvarp og plötuspilari . . 80.000,00 3. Sjónvarpstæki............. 40.000,00 4. 340 lítra frystikista.. 40.000,00 5. Kæliskápur................ 30.000,00 6. Singer saumavél .......... 30.000,00 7. Hrærivél.................. 16.000,00 8. Viðleguútbúnaður....... 15.000,00 9. Ryksuga .................. 14.000,00 10. Ferðaútvarp ............... 7.000,00 11. Veiðitæki ................. 7.000,00 12. Myndavél .................. 7.000,00 13. Kaffikanna ................ 5.000,00 14. Vöflujárn.................. 4.500,00 15. Brauðrist.................. 4.500,00 Samtals kr. 500.000,00 Sig. Geirdal. 18 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.