Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 9
TENGSL MILLI SKOLASTARFS OG FÉLAGSSTARFS Spumingin um tengsl félaga og skóla er síung og verður ætíð svo að vera ef eðlileg * framþróun á að geta orðið í menningarmál- um þjóðarinnar. Astæðan fyrir æskilegum tengslum er vitaskuld sameiginlegt mark- mið bæði félaga og skóla að göfga og þroska einstaklinginn. Hitt er svo annað mál á hvern hátt félög og skóli geta náð sem bezt- um árangri í ætlunarverki sínu og hvernig leiðirnar liggja saman. í raun verður hiklaust mælt með því að bæði félög og skólihaldisínumsessienrenni ekki saman til fulls. Þrátt fyrir það er sam- starf eðlilegt og æskilegt á mörgum sviðum. Skólinn er stofnun sem flestir gista á sinni lífsbraut. Hann ræður yfir húsnæði og að- stöðu ýmiskonar, aftur á móti hafa frjáls félög oft lélega aðstöðu til starfs. Þess vegna er nauðsynlegt að samræma starfið þannig að félög geti notið húsakosts skól- anna. Kostir slíkrar nýtingar eru fjölmargir. Má þar nefna það, að þannig verður skól- inn sem stofnun hjartfólgnari joeim sem njóta þar aðstöðunnar. Skólinn verður alls- herjar menningarmiðstöð ungra sem ald- inna í leik og starfi. Að vísu má gera ráð fyrir að vankantar kunni að vera á því að koma félagsstarfi fyrir í skólahúsnæði vegna ýmissa atriða í „kerfinu" svo sem ákvæða um kostnað og ohentugra bygginga af örsökum hinna ,v margnefndu „norma", en allt er hægt ef viljinn er fyrir hendi, því er hér nánast um þá spurningu að ræða hvort til séu menn að stjóma og skipuleggja. Fyrir skólann er mjög mikilvægt að nem- endur hafi möguleika að starfa í félags- hreyfingu utan skólatíma, þar sem þeir fá tækifæri að auka viðsýni sína og hæfni að umgangast meðbræðuma, oftast á breiðari grundvelli heldur en starf skólans gefur til- efni til. Þannig ætti jafnvel að vera mögu- leiki að gefa starfinu í skólanum aukið gildi ef fléttað er saman verkefnum skóla og frjálsra félaga svo sem með iðkun leik- listar, blaðaútgáfu, íþróttastarfi og ýmis- konar tómstundastarfi. Væri þá unnið að f-----------------------------s Kaupfélag N.-Þingeyinga Kópaskeri sendir öllum félagsmönnum sín- um og öðrum samvinnumönnum beztu óskir um GLEÐILEG JÓL! FARSÆLT KOMAMDI ÁR! msS þökk fyrir viSskiptin á árinu. ------------------------------- SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.