Skinfaxi

Ukioqatigiit

Skinfaxi - 01.12.1973, Qupperneq 14

Skinfaxi - 01.12.1973, Qupperneq 14
Bandaríski sundmaðurinn Bick DeMont sigr: aSi í 400 m skriðsundi og varð annar í 1500 m. Hinn tröllvaxni Montgomery komst hvergi framar en í 23. sæti á olympíuleikunum í Miinchen en nú vann hann 5 gullverðlaun fyrir USA, þ. e. í 100 og 200 m skriðsundi og í þrennum boðsundum. Steve Holland sigraði í 1500 m skriðsundi og vann þar með einu gullverðlaunin fyrir Astralíu, en hann setti líka heimsmet í greininni. Holland lét sig ekki muna um að setja líka heimsmet í 800 m skriðsundi í leiðinni — 8.16,27 mín. og 1500 metrunum lauk hann á 15.31,85. De Mont varð annar á 15.35,44 en það er 16 sek. betri tími en liann hafði áður náð. Það vakti ekki litla athygli að Holland virtist ekki heyra loka- merkið er hann kom í mark, heldur synti áfram 105 metra eins og ekkert væri af fullum krafti. í hita leiksins heyrði hann ekki merkið, en þetta sýnir líka í hversu gífurlegri þjálfun hann er. Hann virtist með öllu óþreyttur er hann hafði synt þessa 1605 metra. Þegar Holland sneri við eftir 1600 m öskraði þjálfari hans eins hátt og hann gat í eyra hans: „You silly cow, you’ve gone too many.“ (Heimska beljan þín, þú ert búinn að fara of margar (umferðir)). Holland sagði á eftir að sér hefði heyrst hann segja: „You’ve got two to go“ (þú átt tvær eftir), og hélt enn áfram en hætti þó, enda öskraði nú allur þingheimur á hann. Bandaríski sundmaðurinn Rick DeMont vann kærkominn sigur í 400 m skriðsundi á nýju heimsmeti — 3.58,70 mín. Hann kom líka fyrstur í mark í þeirri grein á olympíuleikunum en verðlaunin voru dæmd af honum eftir á, vegna þess að hann reyndist hafa neytt of mikilla örvunarlyfja. Þetta gerði hann þó í góðri trú og að lækn- isráði. Hann hafði aðeins neytt astmalyfja án þess að vita að þau hefðu örvandi áhrif. „Leyndarmálið" Hinar miklu framfarir Austur-Þjóðverja í sundi skýrast líka nokkuð af þeirri stað- reynd að 90% barna læra sund strax 4 ára gömul. Sundkennarar geta því mjög snemma valið úr efnilegt sundfólk og byrj- að að þjálfa það til afreka. Austur-Þjóðverj- --------------------------------\ Kaupfélag V.-Húnvetninga Hvammstanga óskar öllum viðskiptamönnum sínum GLEÐILEGRA JÓLA og farsældar á komandi ári og þakkar ánægjuleg viðskipti á árinu sem nú er að líða. V._______________________________) 14 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.