Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 23
SVEINAMETHAFINN í KRINGLUKASTI
ÞRÁINN HAFSTEINSSON
setti 11 íslandsmet í sveinaflokki á árinu
Þráinn Hafsteinsson, hinn kornungi frjáls-
íþróttamaður úr Skarphéðni, hefur átt ó-
venju glæsilegan íþróttaferil í ár og sett 11
íslandsmet í sveinaflokki. Þráinn varð 16
ára á þessu hausti. Nú síðast bætti hann
sveinametin í kúluvarpi innanhúss: drengja-
kúlunni varpaði hann 13.98 m og karlakúl-
unni 12.00 m.
í sumar setti Þráinn 7 sveinamet í
kringlukasti og bætti metin með öllum
þyngdum. Sveinakringlunni kastaði hann
61.76 m og bætti met Óskars Jakobssonar
IR um 4,6S m. Með drengjakringlu bætti
hann metið fjórum sinnum og kastaði lengst
48.24 m. Áður átti Óskar Jakobsson metið,
og var það 45.78 m. Karlakringlunni kastaði
hann 39.29 m og bætti 19 ára gamalt met
Ulfars Björnssonar UIA um 14 sm.
En Þráinn er liðtækur í fleiri greinum.
Hann stökk 1.80 m í hástökki sem er 8.
besti árangur í þeirri grein á landinu í ár.
Þá brá hann sér í spjótkastskeppni fullorð-
inna á héraðsmóti HSK í sumar og sigraði
með 47.96.
Að lokum skal þess getið að Þráinn setti
einnig sveinamet í fimmtarþraut. Hann
hlaut 2552 stig og bætti met Elíasar Sveins-
sonar ÍR um 129 stig. Þetta er þriðji besti
fimmtarþrautarárangur á landinu í ár. í
einstökum greinum var árangur hans þessi:
langstökk 5.40, spjótkast 43.64, 200 m
hlaup 26.5, kringlukast 39.05 og 1500 m
hlaup 4.54,9.
Þráinn er nemandi í Menntaskólanum við
Hamrahlíð.
Þráinn
Hafsteinsson.
SKI NFAXI
23