Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 7
Hraði og léttleiki einkenndi leik Kínverjanna. Hér eru þeir í tvíliöaleik í Laugardalshöll- inni og allir leikmenn á fleygi- ferð. (Ljósm. Gunnar) helst Akureyri og Siglufjörður og svo UMSK og Skarphéðinn. En víða úti um land væri borðtennis iðkað í skólum. UMSK hefði haldið sérstök mót innan síns héraðs, en annars hefði fyrst og fremst verið keppt í Reykjavík. Varðandi aðstöðuna til að iðka þessa w. íþrótt úti um landið sagði Sveinn að í flest- um eða öllum sveitum væru aðstæður til að iðka borðtennis. Félagsheimili af öllum stærðum væru t. d. vel til þess fallinn og hægt væri að nota ódýr borð fyrst í stað þótt þau væru ekki fullkomin. Þegar fer að Hða að vori, hefur Borðtennissambandið í hyggju að senda leiðbeinendur út á land. Sveinn sagðist vilja hvetja allt áhugafólk til að snúa sér til sambandsins sem gæti veitt |)ví upplýsingar og ýmsa fyrirgreiðslu. Þess má geta að verið er að vinna að nýrri útgáfu af borðtennisreglum og í und- irbúningi er útgáfa handbókar í lausblaða- formi þar sem m. a. verða tæknilegar upp- < lýsingar. Þess má að lokum geta að skrifstofa UMFÍ hefur orðið vör við verulega aukinn ahuga á borðtennis síðan Guðmundur Þór- arinsson skrifaði greinar sínar í Skinfaxa um þessa íþrótt og gaf hagnýta fræðslu um iðk- un hennar. Hefur skrifstofa UMFÍ útveg- að mörgum útbúnað og reglur um þessa íþrótt, sem án efa á mikla framtíð fyrir sér hér á landi. Greinar Guðmundar Þórarinssonar um borðtennis eru í 4. og 5. hefti Skinfaxa ár- ið 1970. Sveinn Áki Lúðvíksson formaður Borðtennis- sambands íslands rœðir við tvo úr kínverska liðinu. SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.