Skinfaxi - 01.12.1973, Blaðsíða 12
FYRSTA HEIMSMEISTARAKEPPNIN
I SUNDI
Hver er „leyndardómur“ fram-
faranna hjá Austur-Þjóðverjum
Bandarísku sundkonumar brustu í grát
þegar þær biðu mikinn ósigur fyrir austur-
þýsku stfdkunum í 4x100 m fjórsundi
kvenna á fyrsta heimsmeistaramótinu í
sundi sem háð var í Belgrad í Júgóslavíu
í september sl. Það sem mesta athygli
vakti á þessu heimsmeistaramóti var árang-
ur og framfarir austur-þýzku stúlknanna, en
þær unnu 10 af 14 kvennagreinum mótsins.
Fjór-boðsundið var kórónan á afrekum
þeirra, og útkoman var yfirburðasigur og
nýtt heimsmet — 4. 16,84 mín. Hinar sig-
urvissu bandarísku sundkonur urðu um 15
metrum á eftir og engin furða þó að þær
fylltust örvæntingu. Austurþýsku stúlkum-
ar settu 7 heimsmet á mótinu. 14 ára göm-
ul telpa úr hópi þeirra, Ulrike Richter, setti
lieimsmet í 100 m baksundi — 1.04,99 í
fyrsta spretti boðsundsins. Aðeins er hægt
að staðfesta einstaklingsmet í fyrsta spretti
boðsunds, en allar hinar þrjár munu einnig
hafa synt undir heimsmeti hver í sinni grein
í boðsundinu, Renate Vogel (18 ára) í
bringusundi, Rosmarie Kother í flugsundi
og Komelia Ender (14 ára) í skriðsundi.
Otrúlegar framfarir
íþróttafréttaritarar og sundfræðingar
veltu mjög vöngum yfir þessum afrekum og
yfirburðum austurþýsku sti'dknanna og ekki
stóð á margvíslegum tilgátum. Sumir vildu
skýra þetta með nýrri dularfullri örvunar-
lyfjanotkun, en ekkert slíkt kom í Ijós við
læknisskoðun. Sumir töldu þetta stafa af
nýrri þjálfunartækni og ætti sú einfalda
skýring að nægja. Þær þykja líkamlega vel
byggðar, en hafa ekkert misst af kvenleg-
um vaxtarþokka sínum við þjálfunina. Enn
ein skýringartilgáta kom fram og hlógu
margir að henni fyrst, en síðari athugun
þykir sýna að eitthvað sé til í henni. Sund-
klæðnaður þeirra austurþýsku var af nýrri
gerð, og er sagður minnka mótstöðuna í
vatninu miðað við önnur sundföt. Flestir
létu sér samt nægja þá skýringu að þessar
undrastúlkur væru einfaldlega betri sund-
konur en hinar, og þótti engum mikið.
I stigakeppni kvennakeppninnar fengu aust-
urþýsku stúlkurnar 188 stig en þær banda-
rísku 143.
Á Olympíuleikunum í Múnohen fengu
bandarísku stúlkurnar 8 gullverðlaun og
ástralskar stúlkur 5. Austurþýskar sundkon-
ur fengu þar engin gullverðlaun, en fjögur
silfurverðlaun og ein bronsverðlaun.
Á þrjú heimsmet 14 ára
Kornelia Ender heitir sú af austurþýsku
stúlkunum sem sópar að sér mestri athygl-
inni, ekki bara vegna þess að hún á þrjú
12
SKINFAXI