Skinfaxi - 01.12.1973, Síða 33
v\MiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiMiiiiiiiimitiimiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii >
Frá starfi
ungmennafélaganna
''illllllMIIIMIMIMIMMIMMIMMMIIIMIIIMIIIMIIIMMIIMIMMIMIIIMIMIIIIIIMIIMIIIMIMIIIIMIMMIIMIIIIMMMMIIMIIIMIIIIMIIMIIMIMMMIMMMMIMIIIMMIIIIIM^
F ormannaf undur
Ungmennasambands
Skagafjarðar
í lok október komu nokkrir úr forustuliði
UMSS saman til fundar á Sauðárkróki.
Pundurinn var haldinn til þess að ræða
sameiginleg áhugamál hinna ýmsu félaga
°g gera nokkra áætlun urn vetrarstarfið.
- Stefán Pedersen form. UMSS setti fundinn
°g ræddi störf sambandsins á sl. sumri og
fyrirætlanir stjórnarinnar um vetrarstarfið.
Þar kom fram að mikið líf var í félagsstarf-
inu í sumar og íþróttir æfðar og kenndar
á sex stöðum i héraðinu. Þrir íþróttakenn-
arar önnuðust þessa kennslu en það voru
Margrét Gunnarsdóttir, Friðbjörn Stein-
grimsson og Magnús Jónatansson.
Miklar unrræður urðu unr vetrarstarfið
°g var sérstaklega fjallað um nauðsyn auk-
innar félagsmálafræðslu og var ákveðið að
efna til þriggja námskeða er halda skal á
Sauðárkróki, Hofsósi og Miðgarði við
Varmahlið. Hvert námskeið á að standa í
finrm kvöld. Stjórnandi þessara námskeiða
«, verður Ingim. Ingmundarson, en hann hef-
11 r sótt námskeið Æskulýðsráðs ríkisins fyrir
leiðbeinendur slíkra námskeiða.
Rætt var um það framtak Umf. FRAM
1 Seyluhreppi að hafa svokallað OPIÐ HÚS
í félagsheimilinu Miðgarði. Þessi starfsemi
hófst sl. vetur og gaf það góðan árangur að
sögn form. FRAM, Kristjáns Sigurpálssonar,
að sjálfsagt þótti að halda áfram nú í vet-
ur. Nú er OPIÐ HÚS tvö kvöld i viku og una
menn sér þar við ýmsa leiki og íþróttir.
Mikill áhugi kom fram hjá fundarmönnum
um að koma þessu á víðar þar sem aðstæður
leyfa svo sem á Hofsósi þar sem nú er verið
að taka í notkun nýtt félagsheimili.
Á síðasta ársþingi UMSS var ákveðið að
kanna möguleika á ráðningu framkvæmda-
stjóra fyrir sambandið. Af fjárhagsástæðum
hefur ekki orðið af þessari ráðningu, en
fundurinn samþykkti að fela stjórninni að
leita samstarfs við bæjarstjórn Sauðárkróks
og sýslunefnd Skagafjarðar um ráðningu
manns er gæti annast æskulýðsmál fyrir
þessa aðila sameiginlega. Það er von manna
að með því móti megi ráða fram úr þessum
vanda. Annars var mikið rætt um fjármál
sambandsins og félaganna og ýmsar hug-
myndir komu fram og verða þær væntan-
lega reyndar á næstunni.
Því miður verður það að segjast að lítill
áhugi virtist vera fyrir happdrættisútgáfu
UMFÍ og eru menn þreyttir á stöðugum
ágangi miðasölumanna. Þó voru menn
ákveðnir í því að gera sitt bezta til að koma
út þeim miðum er hingað bárust.
Að loknum löngum og góðum fundi drukku
fundarmenn kaffi í boði UMSS. Fulltrúar
frá 8 félögum innan sambandsins sátu
þennan fund auk stjórnarmanna UMSS.
skinfaxi
33