Skinfaxi - 01.12.1973, Side 13
heimsmet, heldur líka vegna óvenjulegs
])okka. En hún er aðeins 14 ára gömul.
Hún sigraði í 100 m flugsundi og í 100 m
skriðsundi þar sem hún bætti eigið heims-
met niður í 57,54 sek. I 200 m fjórsundi
varð hún samt að lúta í lægra haldi fyrir
löndu sinni Andreu Hubner sem er 16 ára
og jafnaði heimsmet Korneliu — 2.20,51
mín. í 400 m fjórsundi var Angela Franke,
15 ára austurþýsk stúlka talin sigurstrang-
legust, en 18 ára landa hennar, Gudrun
Wegner sigraði á 4.57,51 mín.
Hin vinsæla íþróttakona Shane Gould
frá Ástralíu sem vann þrenn gullverðlaun
áá olympíuleikunum í fyrra, er hætt keppni,
og nú komst áströlsk stúlka hvergi framar
en í fjórða sæti.
En þó að þessar kornungu austurþýsku
stúlkur sópuðu að sér athyglinni, var samt
einn óvenjulegur afreksmaður meðal aust-
urþýsku karlanna, en hann lætur ekki mik-
ið yfir sér. Samt hefur hann verið ósigrandi
í baksundi í 6 ár samfleytt. Þetta er Roland
Matthes sem enn er aðeins 22 ára gamall og
stundar háskólanám í íþróttafræðum en er
Andrea Hubner,
16 ára, sigraði í 200
m fjórsundi og
jafnaði heimsmet
Korneliu Ender.
Kornelia Ender,
14 ára, á þrjú
heimsmet.
líka trommuleikari og mótorhjólsknapi.
Hann vann tvenn gullverðlaun á heims-
meistaramótinu. 100 m baksund vann hann
á 57,47 og 200 metrana vann hann á nýju
heimsmeti — 2.01,87 og gamla metið átti
hann líka.
USA sterkast í karlagreinum
í karlagreinunum fengu Bandaríkjamenn
nokkra uppreisn, en þar unnu þeir 8 af 15
sundgreinum og fengu 204 stig en Austur-
Þjóðverjar aðeins 97 en voru þó í öðræu
sæti. Sundknattleikskeppnina unnu Ung-
verjar. Bandaríkjamenn fengu 15 af sam-
tals 37 gullvreðlaunum (líka var keppt í
dýfingum), en þeir undu illa við sinn hlut
og höfðu gert sér vonir um miklu betri ár-
angur. Liðið naut ekki styrks olympíukapp-
ans frá í fyrra, Mark Spitz, sem er hættur
keppni, en margt efnilegt ungt fólk er
komið í bandaríska landsliðið.
Af karlmönnum vöktu einna mesta at-
hygli á mótinu þeir Jim Montgomery frá
Bandaríkjunum og Steve Holland frá
Ástralíu, en hann er aðeins 15 ára gamall.
skinfaxi
13