Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 12

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 12
KRISTJÁN INGÓLFSSON F. 8. okt. 1932 D. 31. jan. 1977 Kristján Ingólfsson, fræðslustjóri á Austurlandi og fyrrum formaður UÍA, lést í Borgarspítalanum í Reykjavík 31. janúar sl. aðeins 44 ára að aldri. Með Kristjáni er fallinn einn af fjölhæfustu félagsmálamönnum yngri kynslóðarinnar innan ungmennafé- lagshreyfingarinnar hin síðari ár, lit- ríkur persónuleiki sem mjög lét að sér kveða á okkar vettvangi um árabil. Kristján Ingólfsson var fæddur á Sólbakka í Seyðisfirði, og voru for- eldrar hans Ingólfur Hrólfsson og Guðrún Eiríksdóttir. Kristján tók próf frá Gagnfræðaskólanum í Vest- mannaeyjum vorið 1949, en veturinn 1949 til 1950 var hann nemandi Sig- urðar Greipssonar í íþróttaskólanum í Haukadal; fór síðan í kennaraskóla íslands og lauk þaðan kennaraprófi 1954. Upp frá því varð aðallífsstarf Kristjáns á sviði skólamála, við kennslu og skólastjórn og við starf f ræðslustj óra Austurlandsumdæmis tók hann þegar það embætti var stofnað 1975. Kristján Ingólfsson minntist oft veru sinnar í íþróttaskólanum í Haukadal og þess veganestis sem hann fór með þaðan frá leiðtoganum og skólastjóranum Sigurði Greips- syni. Var Kristján dæmigerður merk- isberi þeirra hugsjóna sem íþrótta- skóli Sigurðar Greipssonar lagði á- herslu á að rækta með nemendum sín- um: Ættjarðarást og umhyggju fyrir umhverfi sínu, sögu lands og þjóðar, og alhliða íþrótta- og félagsmálastörf sem miðuðu að uppfræðslu og mann- rækt. Kristjáni Ingólfssyni kynntist ég rnest og best í sambandi við Landsmót UMFÍ sem haldið var á Eiðum sum- arið 1968, en þá var Kristján formaður UÍA, en undirritaður átti þá sæti í landsmótsnefnd fyrir UMFÍ. Kristjáni var mikið metnaðarmál að fá mót þetta til Austurlands og vann þar mikið undirbúningsstarf og fékk til liðs við sig vaska sveit ungmennafé- laga sem skiluðu sínu starfi öllu með miklum myndarbrag. Sögusýningu samdi Kristján, sem flutt var í hátíð- ardagskrá mótsins, leikstýrði verkinu og lék eitt aðalhlutverkið sjálfur; sýnir þetta best hversu fjölhæfur hann var. Kristján Ingólfsson var með eindæmum skemmtilegur og góð- ur félagi, söngmaður góður, fræða-

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.