Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 7
Þakkir skulu færðar Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs hækkuðu fjárveitingar Alþingis til íþróttahreyfingarinnar, þ.e. UMFÍ og ÍSÍ um 75% frá fjárlögum sl. árs, þó öllu meira til UMFÍ eða um 118% milli ára, úr 4.6 millj. kr. í 10 millj. kr. Þennan góða stuðning ber vissulega að þakka og þeim sem þar að unnu. Hér er um verulega leiðréttingu að ræða og ótvíræða viðurkenningu af hálfu alþingismanna á hinu fjölþætta starfi sem unnið er að á vegum ung- mennafélagshreyfingarinnar í land- inu. Þessu til viðbótar njóta félögin svo styrkja vegna íþróttakennslu úr Iþróttasjóði samkvæmt árlegum kennsluskýrslum, og hefur sú fjár- veiting einnig farið nokkuð hækkandi síðustu árin, og ber einnig að þakka Iþróttanefnd ríkisins og framkv.stj. hennar þá þróun mála. Þá er ótalinn sá mikli fjárstuðningur sem einstök úngmennafélög svo og héraðssambönd njóta um land allt frá sveitarfélögum, sýslusjóðum og öðrum styrktaraðilum, allt er þetta ómetanlegur stuðningur við hið frjálsa iþrótta- og æskulýðs- starf í landinu og sem gerir okkur kleift að halda starfseminni gang- andi. Um leið og þessa góða stuðnings er getið, heiti ég á alla forustumenn ungmennafélagshreyfingarinnar, að við gerum allt sem í okkar valdi stend- ur til þess að nýta fjármagnið sem best, og fyrir sem flesta. Skipulagsmál okkar þurfa alltaf að vera í stöðugri endurskoðun, og taka þarf upp mun víðtækara samstarf um ýmsa rekst- ursþætti en nú er, ekki síst milli landshreyfinganna UMFÍ og ÍSÍ. Má þar nefna: Ferðamál, fræðslumál, er- indrekstur og útbreiðslustarfsemi, út- gáfumál, þjálfaramál og bein við- skiptamál er varða innkaup á íþrótta- búningum, tækjum og verðlaunagrip- um fyrir öll íþrótta- og ungmennafé- lög í landinu, og margt fleira. H. Þ. skinfaxi 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.