Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 19
Ársþing ÍBÓ
Laugardaginn 19. febr. sl. var árs-
þing ÍBÓ haldið á Ólafsfirði.
Að ýmsu leyti var þetta tímamóta-
þing hjá ÍBÓ þar sem veigamiklar
skipulags- og lagabreytingar voru
gerðar í þeim tilgangi að hleypa nýju
lífi í starfsemina og beina henni inn
á nýjar brautir til að auka þáttöku
og fjölbreytni í starfi.
Má þar fyrst nefna að þingið sam-
þykkti samhljóða tillögu sem borin
var fram af formönnum allra deildar-
félaga ÍBÓ þar sem stjórninni var
falið að óska eftir inngöngu í Ung-
mennafélag íslands. í framhaldi af
þessari tillögu voru gerðar nokkrar
breytingar á gildandi lögum og nefn-
ast samtökin nú Ungmenna- og
íþróttasamband Ólafsfjarðar, skamm-
stafað ÚÍÓ.
Á þessu þingi gerðist Golfklúbbur
Ólafsfjarðar aðili að sambandinu.
Vaxandi áhugi er á Ólafsfirði fyrir
íþrótta- og félagsstarfi og ríkti bjart-
sýni á þinginu varðandi framtíðina.
Gestur þingsins var Sigurður Geir-
dal, frkvstj. UMFÍ og flutti hann er-
indi um skipulag og starfshætti ung-
mennafélagshreyfingarinnar í land-
inu og svaraði fyrirspurnum þingfull-
trúa um sama efni að því loknu.
Þá var fjallað um fjármál sam-
bandsins, uppbyggingu íþróttamann-
virkja og ýmis framtíðarverkefni og
að lokum fóru fram kosningar í hinar
ýmsu trúnaðarstöður.
í stj órn ÚÍÓ voru eftirtaldir kosnir r
Form. Stefán B. Ólafsson, Golfklúbbi
Ólafsfjarðar; meðstj.: Ármann Þórð-
arson, Umf. Vísi og Magnús Stefáns-
son, Leiftri. - Varastjórn: Sveinbjörn
Árnason, Umf. Vísi; Björn Þ. Ólafs-
son, Leiftri og Stefán B. Einarsson,
Golfkl. Ólafsfjarðar.
(Fréttatilk. frá UÍD).
félagsmálanámskeið í öllum félögum
nema einu og í mörgum þeirra fleiri
en eitt, hefur skipulögð félagsmála-
kennsla farið fram í Grunnskóla
Garðabæjar frá árinu 1974. Hefur nú
verið komið upp svokölluðu áfanga-
kerfi sem skiptir námsefninu í 5 stig,
hefst fyrsta stig í barnaskólanum. Fé-
lagsmál eru síðan valgrein í efri
bekkjum Grunnskólans. Um kennsl-
una sjá þeir Sveinn Vilhjálmsson og
Ævar Harðarson.
Snúum okkur þá aftur að þinginu.
Tvö ný félög gengu í UMSK á þing-
inu, Siglingaklúbbur Garðabæjar og
íþróttjafélag Kópavogs. Eru félögin
innan UMSK þar með orðin 12 að
tölu, en því fylgir sú kvöð að fjölga
verður í stjórn sambandsins; lög þess
kveða á um að einn fulltrúi frá hverju
félagi sitji í stjórn sambandsins.
Um það leyti er nefndir tóku til
starfa varð Skinfaxi að hverfa af
staðnum. Hann fregnaði síðar að vel
hefði verið unnið í nefndum og að
þinginu hefði lokið jafnfriðsamlega
og það hófst, stjórnin hefði haldið
velli utan þess að tveimur nýliðum
var bætt við.
SKINFAXI
19