Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 13
illll • ll'!;|
n n duo I
TVyeWAOUGT tlDSSKWFT • IDfiÆT I TEORI 00 PHAKSÍS
Merk nýjung
Rit um tæknileg og undirstööuat-
riöi og þjálfun hinna ýmsu íþrótta-
greina hafa löngum þótt hið merkasta
þarfaþing, þeim sem við íþróttaiökun
fást.
í Danmörku hefur hafið göngu sína
blað um þessi mál. 1. tbl. þessa blaðs,
þulur, ræðumaður svo af bar og hrók-
ur alls fagnaðar hvar sem hann fór.
Við minnumst hans með virðingu og
þökk fyrir samfylgdina og störfin á
vettvangi ungmennafélaganna.
Eftirlifandi konu hans Elínu Ósk-
arsdóttur svo og ættingjum öllum
vottum við samúð og biðjum þeim
blessunar og velfarnaðar.
Hafsteinn Þorvaldsson,
form. UMFÍ.
sem heitir Focus, kom út sl. febrúar.
Ritstjóri blaðsins er Ole Schöler sem
er mörgum íslendingum góðkunnur
fyrir þátt sinn í þjálfun íslensks
íþróttafólks. Blaðið á að koma út 6
sinnum á ári (1.10., 1.12., 1.2., 1.6., 1.8.).
í þessu fyrsta tölublaði eru m. a.
greinar um blak þar sem fjallað er
um lágvörn og þjálfun hennar, grein
um kerfisbundna kennslu frjáls-
íþrótta, þar sem einstakar greinar eru
teknar fyrir.
íþrótt mánaðarins er nafn einnar
greinarinnar, og er ætlunin að undir
þessum titli verði fjallað um íþrótta-
greinar sem sjaldan eru í sviðsljósinu.
í þetta sinn er „Baseball“ eða amer-
ískur sláknattleikur tekinn til með-
ferðar. Þá er fótbolti á dagskrá, grein
um upphitun, fræðilegar greinar um
vökvaþörf við ákveðna áreynslu og
lyfjaneyslu toppmanna. Þessu fyrsta
tölublaði lýkur svo með grein sem
nefnist Trimm í vikulokin.
Allar þessar greinar eru skrifaðar
af sérfróðum mönnum, sem hafa sér-
menntun hver í sinni grein.
Blað þetta á erindi til allra sem láta
sig íþróttir varða, jafnt þjálfara,
íþróttakennara, sem almennra þátt-
takenda. Málfar er aðgengilegt fyrir
þá sem eitthvað hafa lært í dönsku,
og á meðan slíkt rit kemur ekki út á
íslensku verður hver að láta sig hafa
það að lesa dönskuna.
Þeir sem áhuga hefðu á að gerast
áskrifendur geta snúið sér til skrif-
stofu UMFÍ, Klapparstíg 16, Reykja-
vík, sími 12546. Áskriftargjaldið er 95
kr. danskar eða ca 3000 kr. íslenskar.
SKINFAXI
13