Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 15

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 15
Eða hlökkum við svona óskaplega til að geta skammað hvern annan fyr- ir aulaskapinn eftir að glötunin er vís, að við megum bara ómögulega missa af svo konunglegu rifrildi? Kannski spyr einhver hinna virtu þjóðmálaskörunga á móti: Erum við ekki að efla sjálfstæði þjóðarinnar með allri þeirri uppbyggingu, sem flokkurinn okkar hefur staðið að í gegnum árin? Já, það var lóðið. „Flokkurinn sér um að vernda sjálfstæðið. Haf þú engar áhyggjur drengur minn. Láttu okkur bara hafa atkvæðið þitt og þá mun okkur öllum vel farnast“. Á seinni árum hefur ungmennafé- lagshreyfingin látið sig þjóðfélagsmál litlu sem engu skipta. Allar tilraunir til að hefja slíkar umræður innan hreyfingarinnar hafa verið þaggaðar niður af ótta við að hreyfingin sundr- ist. Ótti þessi er að líkindum ekki á- stæðulaus. En þá vil ég enn spyrja: Á að láta stjórnmálaflokka hafa einkaleyfi á slíkri umræðu? Sér ekki allur lýður hve staðreyndum er stórlega ruglað í meðförum pólitíkusanna? Vonandi hefur stjórnmálaöflunum ekki enn tekist að sundra þjóðinni svo gjörsamlega að útilokað sé að ræða sameiginleg hagsmunamál hennar í einlægni. Ef svo væri, treysti ég mér ekki til að spá sj álfstæði hinn- ar íslensku þjóðar langra lífdaga. Hlutleysi íslendinga hvarf út í veð- ur og vind án þess að þjóðin tæki yf- irleitt eftir því, fljótlega eftir að lýð- veldið var stofnað. Ætli sjálfstæðið geti ekki horfið sjónum okkar á sama hátt, án þess að við verðum þess vör. Sigurjón Bjarnason. r~----------------------------------------------------—----\ FLEIRI ÁSKRIFENDUR Leggið hreyfingunni lið — Eflið málgagn hennar — Safnið áskrifendum — Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að Skinfaxa Nafn Heimili Sveitarfélag Sýsla Einnig er hægt að gerast áskrifandi í síma 1 25 46. v__________________________________________________________/ SKINFAXI 15

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.