Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 20

Skinfaxi - 01.02.1977, Blaðsíða 20
FERÐASAMNINGUR Á síðastliðnu ári gerðu ÍSÍ og UMFÍ samning við Ferðamiðstöðina hf. um vikulegar hópferðir til Norðurland- anna á vægu verði, þ. e. 50% af gild- andi fargjöldum. Þetta auðveldaði mjög okkar erlendu samskipti og tókst vel í alla staði. í ljósi þessarar reynslu hafa UMFÍ og ÍSÍ nú endurnýjað samning sinn við Ferðamiðstöðina hf. Þar sem um nokkrar smávægilegar breytingar er að ræða frá þvi í fyrra, verður nú gerð grein fyrir aðalatrið- um samningsins. Á tímabilinu frá 16. april til 22. október er um 41 ferð að ræða, þar af 36 til Kaupmannahafnar og 5 til Stokkhólms (sjá hjálagðan lista). Hér er því um mun fleiri ferðir að ræða en í fyrra. Fargjöldin eru miðuð við svokölluð „Public Excursion“-kjör, en þau kveða á um að ferðin verði að taka minnst 8 daga og mest 21 dag, hins vegar er nú heimilt að hafa viðdvöl á þeim stöð- um þar sem millilent er, en það var ekki mögulegt samkvæmt gamla samningnum. 21 degi fyrir brottför ber okkur að hafa tilbúinn hóp í hverja ferð. 25—40 sæti hafa verið pöntuð í hverja ferð en lágmarks- stærð hópa á Excursion-kjörum er 15 manns. Verði myndaðir stærri hópar en 30 manns með nægum fyrirvara er möguleiki á svokölluðum „Common interest“-fargjöldum sem eru ca. 1500 krónum ódýrari. Athygli skal vakin á því, að þessi kjör standa öllum félögum innan íþrótta- og ungmennafélaganna til boða, en eru ekki bundin við íþrótta- fólk eða keppnishópa eingöngu. Þá bendum við á að hóparnir þurfa ekki endilega að vera frá einum stað eða félagi, þeir myndast með pöntunum einstakra manna viðs vegar að. At- hygli einstaklinga sem hyggja á ferða- lög er vakin á þessu. Samkvæmt framangreindum skil- málum verður fargjald til Kaup- mannahafnar kr. 48.470, og til Stokk- hólms kr. 55.665, og lætur því nærri að afslátturinn sé 42%. Flugvallar- skattur er kr. 1500. Þá skal þess getið að skv. samningn- um býður Ferðamiðstöðin hf. nokkur sæti í vorferðum til sólarlanda á mjög vægu verði, er ungmenna- og íþróttafélög gætu hugsanlega notfært sér í fjáröflunarskyni, t. d. sem vinn- inga á Bingókvöldum, í happdrættum o.s.frv. Þeir sem hug hafa á slíku eru beðnir að snúa sér til skrifstofu UMFÍ. Allar nánari upplýsingar varðandi þessar ferðir lætur Ferðamiðstöðin hf. í té. Ferðamiðstöðin hf. tekur á móti pöntunum, gefur út farmiða, tekur á móti greiðslum og annast alla aðra þjónustu við farþega. Heimilisfang 20 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.