Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 9

Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 9
myndu þó stefna að því að halda sín- um hlut í frjálsíþróttakeppninni, voru í 6. sæti með 29 stig á landsmótinu á Akranesi 1975. Hvað aðrar greinar varðaði væru það helst starfsíþróttir sem til greina kæmi að senda kepp- endur í, þar sem hópíþróttir væru veiki hlekkurinn hjá þeim. Þrátt fyrir samþykktir á þingum sambandsins og tilraunir til að ná þeim upp, þá væru hópiþróttirnar þeirra stöðugi höfuð- verkur. Jón nefndi sem dæmi að stað- ið hefði til að halda knattspyrnudóm- aranámskeið þar vestra á sl. sumri. 12 hefðu sýnt áhuga og látið skrá sig, en þegar kennarinn á námskeiðinu, sem væri einn sá færasti á sínu sviði, Einar Hjartarson, hefði verið mættur á staðinn, hefði enginn þeirra tólf látið sjá sig. „Það þar því ekki um annað að ræða en senda kennarann til baka með sömu vél,“ sagði Jón. En hvað þá tólf, sem ekki mættu, varðar, kvaðst Jón enga haldgóða skýringu á þessu skyndilega áhugaleysi hafa. Jón sagði kaupstaðafélögin á sam- bandssvæðinu halda uppi knattspyrnu- æfingum í yngri flokkunum, 3, 4 og 5, og kepptu þau sín á milli, en einnig hefðu þau farið í keppnisferðir til Bolungarvíkur og ísafjarðar. „Það vantar ekki áhugann hjá þessum yngri ef einhver fæst til að leiðbeina þeim og stjórna,“ sagði Jón. Jón sagði að nokkuð væri um að iðkaður væri handknattleikur kvenna þótt ekki hefði tekist að koma á móti, né taka þátt í undankeppni lands- mótsins. Að vísu væri aðeins um úti- aðstöðu á sínu sambandssvæði að ræða. í sambandi við vetrarstarfið hafði Jón það að segja að búast mætti við nýbreytni í þeim málum á þessum vetri. Skíðaunnendur í Önundarfirði hefði á þessu hausti hent það happ að hlj óta skíðalyftu að gjöf frá Lionsklúbbnum þar, lyftan væri komin til landsins og stefnt væri að því að setja hana upp fyrir áramót. Jón sagði slíka aðstöðu nú vera komna á svo til hvert félags- svæði; það ætti því ekki að vera nein goðgá að fara að gefa skíðaíþróttinni svolítið meiri gaum og huga að móta- haldi í þessari grein sem öðrum, að- stöðuleysið ætti ekki að standa þvi fyrir þrifum og snjóinn vantaði sjald- an. Að lokum leiddi Jón tal sitt að fjár- málum sambandsins sem hann kvað með besta móti og vildi hann i því sambandi láta koma fram þakklæti til sveitarstjórnar og sýslunefndar sem hefðu með fjárframlögum sínum gert það að verkum að ekki þyrfti að skríða betlandi um héraðið. Jón kvaðst því líta björtum augum til framtíðarinn- ar, þótt næg væru verkefnin að takast á við, og það fyrsta og stærsta væri endurbætur á íþróttavellinum að Núpi, sagði Jón að lokum. Jóla- og nýárskveðja Smjörlíki h.f. Þverholti 105 Rvk SKINFAXI 9

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.