Skinfaxi - 01.12.1977, Blaðsíða 13
og runnar setja svip á heimili félag-
anna, og góð umhirða þar á sýnir, áður
en inn er komið, að snyrtimennska
ríkir. Má í því sambandi minna á fé-
lagsheimilið á Flúðum, þar sem um-
gegni er til fyrirmyndar, enda það
heimili prýðilega rekið og vel um allt
hugsað.
Innan húss þarf einnig nákvæmt
eftirlit með viðhaldi og má ekki láta
reka á reiðanum, þótt jafnvel um smá-
vægilegar bilanir sé að ræða. Aðal-
hreingerningar þurfa að fara fram
sem segir í húsreglum og yfirleitt ber
félagsheimilisstjórnum að vera vandar
að virðingu sinni í þessu efni sem
öðrum.
3. Menningarmiðstöð:
Áherzlu þarf að leggja á, að félags-
heimilin verði í æ ríkari mæli menn-
ingarmiðstöðvar byggða sinna. Með
breytingum á lögum um lestrarfélög
er nauðsynlegt að velja nýju útláns-
bókasafni hagkvæman stað, og fer vel
á því, að það sé í félagsheimilinu eins
og í Fellsborg á Skagaströnd. Víða
skortir hentugt húsrými til þessa, en
þyrfti að hafa í félagsheimilum fram-
tíðarinnar. Bókasafn á að vera lifandi
og virk stofnun og því með réttu að
vera við byggðarkjarnann.
4. Með og án:
Þar sem Árgarður hefur aðeins
starfað tvö og hálft ár, er auðvelt í ná-
lægð tímans að bera saman félagslíf
sveitarinnar fyrir og eftir tilkomu
hússins. En þar sem tími minn er ná-
lega útrunninn, skal hér látið staðar
numið og breytingunni lýst með einni
setningu: Það varð gjörbylting!
Enn er margt ógert, sem skiptir
drjúgu máli og finna munum við í
umræðuhópunum hér á eftir, að ekk-
ert er þessum vettvangi óviðkomandi
í umræðu, tillögu og ályktun. Megi
ráðstefnan í dag verða til gagns og
framfara, og hugsjónamenn starfa
áfram til stuðnings félagsheimilum til
heilla fyrir fólkið í sveit og við sjó.
Guðrún L. Ásgeirsdóttir
Mælifelli.
Nýr framkvæmdastj.
hjá HSÞ
Héraðssamband Suður-Þingeyinga
hefur ráðið til sín framkvæmdastjóra
í ákveðinn hluta úr starfi; sá heitir
Gunnlaugur Árnason, kennari við
Hafralækjarskóla. Gunnlaugur er ekki
með öllu ókunnur störfum ungmenna-
hreyfingarinnar þar eð hann var for-
maður Umf. Stafholtstungna, Borgar-
firði, um nokkurra ára bil meðan
hann starfaði sem kennari að Varma-
landi. Hlaut hann m.a. starfsmerki
UMFÍ fyrir framlag sitt til hreyfing-
arinnar á þessum árum.
Gunnlaugur er fæddur í Stykkis-
hólmi 1950 og sleit þar barnsskónum.
Fyrstu afskipti hans af málefnum
hreyfingarinnar voru er hann stjórn-
aði undirbúningi HSH fyrir landsmót-
ið á Sauðárkróki 1971.
SKINFAXI
13