Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 13
Tore 0sterás formaöur NSU fyrir midju rteðir við Karl Kring, Suður-Slesvík ogJon kr.
0iestad, Noregi.
mcistari í gróðursetningu og
tvisvar hef ég unnið starfshlaup á
okkar landsmótum. Það er skoð-
un mín að íþróttir almennt og þó
sérstaklega þær sem tengjast úti-
veru séu heppileg leið til þess að
halda líkamanum í formi og til að
hafa ánægju af.
Hvað um önnur áhugamál?
Eg hef mikinn áhuga á söng og
tónlist almennt. Mér finnst að
tonlist og söngur séu ásamt leik-
listarstarfi heppileg leið til þess að
íá fólk til að starfa saman og um
leið miðla öðrum ánægju.
Hvað um starfið hjá NSU?
Þetta er mikið og kreljandi starf
en skemmtilegt. Það eru 14 sam-
bönd innan NSU með mjög ólíkan
starfsvettvang. Þannig að það
þarl'að taka tillit til margs þegar
mál eru ákveðin. Þetta er mjög
olíkt því að starfa í félagi með
^kveðnum fjölda einstaklinga.
Er árangur af þessu starfi?
,Já, en auðvitað náum við ekkí
til fleiri en samböndin sjálf gefa
taekifæri. En þeir sem taka þátt í
starfinu fá einstaklega góða
möguleika til að kynnast fólki og
þjóðfélagsháttum. Þess vegna er
lifandi umræða, námskeið og ráð-
stelnur ákaflega mikilvæg.
Það er mín skoðun að NSU
tnegi ekki taka neitt sem ákveðið
en eigi heldur að vera hvetjandi
°,g veita upplýsingar þannig að
norrænt smstarf aukist enn og efl-
ist.
Hvað um þátttöku íslands?
Að sjálfsögðu finnst mér að Is-
iund eigi að vera með í norrænni
samvinnu. Við getum starfað
sarnan um sameiginlegáhugamál.
^lismunandi sjónarmið og lífsvið-
horf auka gildi samstarfsins. Ég
hef tekið eftir því að þegar NSU
heldur mót eða ráðstefnur þá virð-
'st fólk frá hinum mismunandi
lönduin samlagast vel.
Hver mundu verða lokaorðin
Tore?
Það er von mín að starf NSU
muni enn eflast. Að NSU verði
málsvari norræns æskulýðs,
þannig að það nái til sem llcstra
og það starf verði öllum til fyrir-
myndar. Ef þetta er mögulegt eru
mörg verkefni framundan. Égtrúi
á aukið norrænt samstarf og að
það og sú þekking sem það gefur
okkur muni veita NSU möguleika
á enn frjórra starfi fyrir norrænan
æskulýð.
Að síðustu vil ég þakka UMFÍ
fyrir það góða skipulag sem verið
hefur á öllu hér að Bifröst. Stað-
urinn, urnhverfið og skipulagið
hefur gcrt þennan fund ánægju-
legan, gagnlegan og ógleymanleg-
an.
PG
SKINFAXI
13