Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 26
FRÁjJSAH___________________
Sýsiukepfmi íjrjálsutvn íþrótíuvn
Föstudaginn 22. ágúst sl. fór
fram á Blönduósi Sýslukeppni
USAH, UMSS, og USVH í
frjálsum íþróttum.
Veður var hið ákjósanlegasta
og ástand vallar mjög gott. Góð-
ur árangur keppenda lét því ekki
á sér standa og voru hvorki meira
né minna en 4 ný sýslumet sett og
ein metjöfnun. Helgi Þór Helga-
son USAH hefur verið iðinn við
að setja sýslumet í kringlukasti í
sumar og lengdi það nú í 44.08 m.
Birna Guðmundsdóttir USAH
bætti metið í 400 m hlaupi, hljóp
vegalengdina á 66.4 sek. Kol-
brún Viggósdóttir USAH setti
nýtt sýslumet í kúluvarpi, varp-
aði kúlunni 9.30 m. Hafdís Stein-
arsdóttir UMSS bætti sýslumet
þeirra Skagfirðinga í spjótkasti,
kastaði 30.39 m. Ein metjöfnun
átti sér stað, en það var í 4x100 m
boðhlaupi kvenna. Þessi boð-
hlaupssveit var frá USAH og var
skipuð af Mette Lpyche, Berg-
lindi Stefánsdóttur, Birnu Guð-
mundsdóttur og Guðrúnu Bernd-
sen. Þær hlupu vegalengdina á
55.8 sek.
Þessi sýslukeppni er tvískipt.
Annars vegar er stigakeppni milli
sýslnanna þriggja. í þeirri keppni
urðu úrslit þau að USAH sigraði,
hlaut 183 stig. í öðru sæti UMSS
með 172 stig og í þriðja sæti
USVH með 82 stig. Hins vegar er
svo stigakeppni aðeins milli
USAH og USVH, en þannig
byrjaði þessi keppni upphaflega
og síðar bættust Skagfirðingar við
í keppnina.
Milli USAH og USVH fóru leik-
ar þannig að USAH sigraði með
130 stig en USVH hlaut 66 stig.
í sumar hefur starfið verið
mjög erilsamt hjá USAH og
mótahald í hámarki. Miklum
fjármunum hefur því verið varið
til kaupa á verðlaunum og í kaffi-
boð sem svo oft eru samfara
þessum íþróttamótum. Fjárhags-
staða USAH er þó ekki svo slæm
vegna þess að hin ýmsu fyrirtæki
og félagssamtök hafa stutt starf-
semi USAH svo dyggilega nú í
sumar eins og svo oft áður.
Geta má þess að verðlauna-
peninga til þessarar keppni gaf
fyrirtækið Pólarprjón hf.
Blönduósi.
Karl Lúðvíksson frstj. USAH
U.SVH.
Héraðsmói USA H
Hérðasmót USAH í frjálsum
íþróttum var haldið á Blönduósi
26. og 27. júlí sl. í umsjá íþrótta-
nefndar USAH. Mótsstjóri var
Bjöm Sigurbjömsson.
Bestu ofrek somkvnmt stigatöflu:
Brynja HauksdóttirHvöt
Hástökk 1,50 726stig
Helgi Þór Helgason Geislum
Krínglukast 41,68 718stig
KHRLflR:
ÚRSUT:
Kvennagreinar Karlagreinar
98 stig 125,5 stig
100 stig 104,0 stig
2 stig 36,5 stig
7 stig 7,0 stig
Félag
Umf. Fram
Umf. Hvöt
Umf Geislar
Umf. B.
Stigafjöldi alls
223,5
204,0
38,5
14,0
Fjöldi keppenda
35
29
9
4
100 m hlaup: sek
Ingvar G. Jónsson Fram 11.8
Kristinn Guðmundsson Fram 12.0
Lárus Ægir Guðmundsson Fram 12.0
200 m hlaup: sek
Lárus Ægir Guðmundsson Fram 25.1
Guðjón Rúnarsson Hvöt 25.1
Ingvar G. Jónsson Fram 25.1
400 m hlaup: sek
Kristinn Guðmundsson Fram 55.3
Lárus Ægir Guðmundsson Fram 55.3
Stigohæstu einstaklingor:
Konur
Birna Guðmundsdóttir Hvöt 23,0 stig
Þórunn Ragnarsdóttir Hvöt 21,5 stig
Guðbjörg Gylfadóttir Fram 17,25 stig
Karlar
Kristinn Guðmundsson Fram 24,5 stig
Lárus Ægir Guðmundss Fram 20,5 stig
Karl Lúðvíksson Geisl. 19,0 stig
1500 m hlaup:
Páll Jónsson
Sigurður Guðmundsson
3000 m hlaup:
Páll Jónsson
Sigurður Guðmundsson
4x100 m boðhlaup:
A-sveit Umf. Fram
A-sveit Umf. Hvatar
mín
Fram 4.47.8
Fram 4.49.8
mín
Fram 10.22.2
Fram 10.30.0
48.2 sek
49.6 sek
26
SKINFAXI