Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 25
Vísnaþáttur
SKINFAXA
Vísnaþátturinn hefur gert ítrekaðar tilraunir til að
særa botna út úr vestfirðingum, en án árangurs. Þetta
hefur þó orðið til þess að ég hef fengið ágæt bréf sem
fúllyrða að upphafleg skoðun mín sé rétt, t.d. segir
einn kunningi þáttarins, sem er afbragðs hagyrðingur,
í bréfi til okkar ,,...en hinu er ég vel kunnugur, að fyrir
vestan eru allir hagyrðingar betri en ég, bæði á Súg-
andafirði og Onundarfirði,” og þá höfum við það.
Alltaf berst þó- reytingur af botnum og hér koma
nokkrir þeirra.
Fyrripartur:
Áfjörðum vesturfjörið er,
farið mjög að dafna.
j.S.:
Enginn maður annan sér
allt ífiski að kafna.
Á.G.:
Þótt Bergur ennþá bregðist mér
botnum við að safna
J. Hjartar:
Aldreisuður ullt það fer
því ungir vestra hafna.
og hann bætir raunar við:
Þar við fjöllin finna skjól
fiskin sækja á miðin.
Þó enginn þarna klæðist kjól
þá er kvæðagerð ei liðin.
Næsti fyrripartur var svona:
Iþrótt skaltu iðka knár
elli frammá daga.
J. Hjartar:
Uns að lokum liggur nár
og lífs þíns endar saga.
J.S.:
Verður stundum vesœlt pár
vísa eða saga.
D.:
Láta hressa lífsins tár
lungu bœði og maga.
Menn hafa því greinilega mis-
munandi íþróttir í huga.
Fyrripartur:
Sumar líður senn er haust
svona lífið gengur.
J. Hjartar:
Engafríða á ég raust
er þó prýðisdrengur.
J.S.:
Set ég knörinn nú í naust
naumast ræ ég lengur.
P.G.
Þýtur fram endalaust
eða kannski lengur.
I þetta sinn ætla ég ekki að
senda ykkur neina fyrriparta,
enda hefur ykkur ekki gefist
mikill tími til að svara þessum,
eða eins ogJ. Hjartar segir:
I. okt. skal botninn berast
í blaðinu er okkur tjáð.
Hvernig má það góði gerast
ígær það meðtók .. ósú náð.
Vísnaþátturinn tekur gjarn-
an á móti fyrripörtum til að
skjóta að í næstu þáttum.
Finnið góða fyrir mig,
fyrriparta og sendið.
MeS kveðju
Asgrímur Gísloson.
SKINFAXI
25