Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.10.1980, Side 8

Skinfaxi - 01.10.1980, Side 8
Frá Frjálsíþróttcisam- A bandi Islands Viðtal við Örn Eiðsson Örn Eiðsson er formaður Frfáls- íþróttasambands Islands. Við hittum Orn að máli til að kynnast sambandinu nánar og lögðum fyrir hann nokkrar spurningar. Órn brást vel við og leysti greiðlega úr þeim. Hvenær var Frjálsíþróttasam- band Islands stofnað? FRÍ var stofnað 16. ágúst 1947. Uppgangur frjálsra íþrótta var mikill á þessum árum og var um- fangið orðið það mikið að brugðið var á það ráð að stofna sérsam- band. Áður haíði íþróttaráð Reykjavíkur farið með þau mál sem snertu frjálsar íþróttir í Reykjavík og þá í samráði við ÍSÍ. Hvernig er uppbyggingu FRÍ háttað? FRI er myndað af héraðsam- böndum og íþróttabandalögum. A ársþingum sambandsins er kos- in 5 manna stjórn og 3 til vara. Auk þess eru formenn Laganefnd- ar og Utbreiðslunefndar kosnir og taka þeir sæti í aðalstjórn. Sam- bandinu er skipt upp í 4 aðal- nefndir auk þessara tveggja sem búið er að nefna eru Tækninefnd, formaður hennar er fyrsti vara- maður stjórnar og Víðavangs- hlaupsnefnd, en formaður hennar er tilnefndur af stjórninni. Mála- flokkar þeir sem nefndirnar sjá um eru: Laganefnd sér um útgáfu á af- rekaskrá, lögum og leikreglum Örn Eiðsson formadur. sambandsins. Einnig sér hún um dómaramál og þá þætti er varða það þegar met eru sett í íþróttinni. Utbreiðslunefnd sér um, eins og nafnið bendir til, útbreiðslu í- þróttarinnar. Hún hefur starfað vel að unglingamálum og má í því sambandi nefna Þríþraut FRÍ og Æskunnar, Andrésar Andar leik- anna en þar hafa íslensk ung- menni alltaf staðið sig vel, skóla- og sjónvarpskeppni FRÍ og keppni milli héraðskóla. Tækninefnd sér um þjálfara- mál. Hún stendur fyrir þjálfara- námskeiðum og einnig hefur hún með samskipti við útlönd að gera í þjálfaramálum. Víðavangshlaupsnefnd sér um og skipuleggur víðavangshalup bæði hér í Reykjavík og úti á landi. Má geta þess að hún hefur skipulagt hátt í 20 hlaup í vetur og eru þau hugsuð með það fyrir augum að þau séu bæði fyrir trimmara og keppnisfólk. Allar þessar nefndir vinna sjálf- stætt og hal'a skilað góðu starfi. FRÍ fer með öll meiriháttar mál er varða frjálsar íþróttir hérlendis og fer með samskipti við erlenda að- ila. FRÍ er aðili að Alþjóða Frjáls- íþróttasambandinu (IAAF) og Frjálsíþróttasambandi Evrópu (EAA) og hefur það haft margt gott í för með sér t.d. voru hér þjálfarar á kostnað IAAF, haustið 1979 og héldu þeir námskeið fyrir frjálsíþróttaþjálfara. Árið 1976 var þing EAÁ haldið hér á landi. 8 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.