Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 23

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 23
Frá Ungmennabúðum USRH Ungmennabúðir USAH að Húnavöllum voru nú starí'ræktar fjórða sumarið í röð dagana 8,— 14. júní sl. Þátttakendur voru 46, 23 strákar og 23 stúlkur á aldrinum 7—13 ára. Karl Lúðvíksson íþróttakenn- ari hefur verið stjórnandi búð- anna frá upphafi. Leiðbeinendur með honum voru þau séra Hjálm- ar Jónsson og Lára Bylgja Guð- mundsdóttir fóstra. I mötuneyti störfuðu þær Þuríður Indriða- óttir og Kristín Marteinsdóttir og ræstingar önnuðust Valdís Þórð- ardóttir og Laufey Marteinsdótt- ir. Margt var haft fyrir stafni og kemur flest af því fram í söng þeim sem séra Hjálmaf orti og kallaði Ungmennabúðasönginn, en hann er svona: / ungmennabúðunum alltafer kátt við íþróttir, leiki og hljóðfœraslátt, í helgistundunum við sitjum í sátt og syngjum og lesum um Frelsarans mátt. Við syngjum hér og siglum hér og sýnum hér að lífið hér í ungmennabúðunum alltaf er kátt við íþróttir, leiki og hljóðfœraslátt. Prammi í smíðum niðri við Svínavatn. Prammarnir eru smíðaðir úr plasttunnum frá Tropikana og timbrisem fyrirtœkin Fróðihf. ogStígandihf. á Blönduósigáfu USAH til sumarbúðanna. Sumorbúðir HSK 1980 Sumarbúðir HSK hófust mið- vikudaginn 18. júní og voru í þetta sinn á Laugarvatni. Umsjónarmenn með búðunum voru Hreinn Þorkelsson og Torfi Magnússon báðir íþróttakennar- ar. Bæði strákar og stelpur voru saman í einu þannig að ætíð voru bæði kynin til hjálpar í eldhúsinu en matráðskona var Ester Guð- mundsdóttir. Sumarbúðir HSK voru með hefðbundnum Skarphéðinshætti. Starfsfólk í mötuneyti bar lof á góða umgengni krakkanna í borðsal. Allar myndirnar eru teknar í sumarbúðum USAH að Húnavöllum s.l. sumar. Síðasta daginn 14. júnívardag- skránni þannig hagað að krakk- arnir tóku þátt í göngu sem Umf. Geisli stóð fyrir í sambandi við Göngudag fjölskyldunnar og var gengið á Reykjanibbu. Að lokum fengu krakkarnir þátttökuskírteini þar sem árangur þeirra í knattþrautum, frjálsum íþróttum og sundi var skráður. Einnig fengu þau umsögn um sig sjálfí skírteinin. Þátttökugjald var 40.000 kr. fyrir hvert barn en svstkinum var veittur 10% afsláttur. Búðirnar hafa verið starfræktar með það fyrir augum að sam- bandið fari slétt út úr þessu þ.e.a.s. þátttökugjöldin og styrk- urinn sem sambandið fær eru lát- in greiða kostnaðinn. Og sú hefur verið raunin undanfarln ár. SKINFAXI 23

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.