Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 22

Skinfaxi - 01.10.1980, Blaðsíða 22
Lára, Hjálmar og Karl. Við þelta borð var endanlega gengið frá dagskránni til samrcem- is við veðrið og aðrar ríkjandi að- stœður. Frá Sumarbúðum UDN og HSH Héraðssamböndin á Snæfells- nesi og í Dölum ráku í sameiningu sumarbúðir fyrir börn að Laugum í Sælingsdal, 21.—27. júní 1980. Þarna dvöldust 12 stúlkur og 20 drengir í góðu yfirlæti í umsjá þeirra Elfu Armannsdóttur og Elínar Gunnarsdóttur. Börrtin voru 7— 12áragömulogstyttu scr- stundir við leiki og íþróttir. Meðal annars var kvöldvaka og helgi- stund sameiginlega með hópi eldri borgara, sem þarna dvöldust á sama tíma á vegum Rauða Kross- ins. I dagbók sumarbúðanna segir svo um helgistundina: „Börnin voru eins og englar í manns mynd og sungu eins og kirkjukór.” Á Laugum eru ágætis húsa- kynni, en þarna var rekið sumar- hótel, en er heimavistarskóli á veturna. Þarna er innisundlaug, Sá þáttur í starfi aðildarfélaga UMFÍ sem þyrfti að aukast verulega er starfræksla ungmenna- og íþróttabúða. Nokkur héraðssambönd hafa staðið vel að þessum málum á undanförnum árum. En llest samböndin hafa því miður ekki sinnt þessum þætti sem skyldi. Flestir ef ekki allir geta verið sammála um ágæti ungmennabúða bæði fyrir ungmennin og sambandið. Ungafólkið lærir að taka tillit til hvers annars, félagsþroski þeirra eykst og þeim eru kynntar llestar greinar íþrótta. Það hlýtur að vera hverju sambandi til góða að hafa slíkt fólk, sem á þó eftirað vaxaogþroskast enn meir, innan sinna raða. Hér á eftir gefur að líta stuttar greinargerðir frá Ungmennabúðum: UDN og HSH (sem héldu sameiginlegar búðir), USAH og HSK en auk þessara sambanda voru HVI og HSÞ einnig með Ungmennubúðir nú í ár. en aðstaða til íþróttaiðkana utan- húss er fremur takmörkuð. Leið- beinendurnir gerðu þó gott úr því og stóðu sig með mikilli prýði. Þær voru orðnar þreyttar í lokin, en „héldu geðheilsu sinni” eins og segir í dagbókinni. Þátttökugjald var 50 þúsund krónur fyrir hvert barn, og við teljum að fyrirtækið verð halla- laust, þegar styrkur til starfsem- innar kemur. Að öllum líkindum verður þetta endurtekið næsta sumar. I » 22 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.