Skinfaxi - 01.06.1982, Page 7
Ungir fjallgöngugarpar.
Göngufólk hjá Umf. Bessastaðahrepps hvílir sig á göngunni.
ent. Gengið var á (jallið Heina-
berg og um nágrenni þess.
Göngustjóri hjá Umf. Val var Páll
Ingvarsson í Flatey.
Góðar lýsingar á gönguleiðum
fýlgja með í'rá mörgum félögum.
Fftirtektarverðust er göngulýsing
um Þorleifsstaði og nágrenni frá
Umf. Baldri í Hvolhreppi, HSK.
Göngulýsing þessi er samin af
Sigurþóri Sæmundssyni, fyrrum
bónda á Þorleifsstöðum, en jörðin
fór í eyði eftir Heklugosið 1947. I
lýsingunni fléttar Sigurþór saman
lýsingu á gönguleiðinni og sögum
um þá staði sem farið er um.
Hafi Sigurþór kæra þökk fyrir
vel unnið verk.
Fjölmennasta gangan sem vit-
að er um, var hjá Umf Víkverja í
Reykjavík, um 300 manns, en þar
var gengið um Flliðaárdalinn.
Göngustjóri og leiðsögumaður
var Ragnar Jónasson, kennari.
Kveðja frá Umf. Dreng
Oddur Andrésson Neðra-Hálsi, Kjós,
var jarðsunginn frá Reynivallakirkju,
laugardaginn 3. júlí. Langar okkur
ungmennafélagana að minnast hans lítil-
lega og þakka að leiðarlokum framlag hans
til ræktunar lýðs og lands.
Oddur var fæddur árið 1912 að Bæ í
Kjós; sonur hjónanna Andrésar Olafssonar
bónda og hreppstjóra og Olafar Gestsdótt-
ur. Ungur fluttist hann með foreldrum sín-
um að Neðra-Hálsi og bjó þar síðan.
Oddur gekk ungur í ungmennafélagið
Dreng, eins og títt var um unga menn á
þeim tíma. Gerðist hann fljótt góður liðs-
maður og var meðal annars formaður þess í
tvö ár. Var hann og í nefnd þeirri sem sá um
undirbúning að byggingu félagsheimilisins
Félagsgarður sem Umf. Drengur byggði á
árunum 1945-1946.
Eftir að Oddur minnkaði afskipti sín í
ungmennafélaginu og yngri menn tóku við
hélt hann áfram störfum í þágu menningar-
mála. Hann var áhugamaður um skógrækt
og sat í stjórn Skógræktarfélags Islands um
tíma. Hann var formaður Bræðrafélags
Kjósarhrepps, sem sá um rekstur bókasafns
sveitarinnar. Oddur lærði orgelspil og
söngstjórn ungur að árum, og hcfur liann
haldið uppi góðu sönglíli í sveitinni og víð-
ar, bæði á gleði- og sorgarstundum.
Við skrifum þessi stuttu og ónákvæmu
ævibrot urn Odd á Neðra-Hálsi með þakk-
læti í huga og vottum fjölskvldu hans sam-
uo' Ungmennafélagið Drengur.
skinfaxi
7