Skinfaxi

Årgang

Skinfaxi - 01.06.1982, Side 30

Skinfaxi - 01.06.1982, Side 30
Dagana 18. til 22. júlí s.l. tóku drengir úr U.M.F. Njarðvíkur þátt í alþjóðamóti unglinga, sem haldið var í Dronninglund við Alaborg í Danmörku. Þátttak- endur voru á annað þúsund frá 8 þjóðum. Fyrir tveimur árum tóku þessir drengir þátt í þessu sama móti og sigruðu með yfirburðum í sínum aldursflokki sem þá kallaðist drengjaflokkur og útnefndu Danir þá heimsmeistara drengja. Nú kepptu þeir í flokki sem kallast Herre Junior (16 ára og yngri) og sigruðu nú með enn meiri yfir- burðum en áður. Að launum hlutu þeir áletraðan kristalsvasa, og hver þátttakandi auk þess gull- pening og íþróttatösku. Keppt var á grasi í 27 — 30 Fremri röd frá vinstri: Hreidar Hreidarsson. Reynir Kristjánsson. Ólafur Ó. Thordersen, fyrirliði, Kristinn Einarsson, Guðbjöm Jóhannesson, Ómar EUertsson. Aftari röð frá vinstri: Ólafur Thordersen, þjálfari, Birgir Sanders, Jón Magnússon, Guðjón Hilmarsson, Þórður Ólafsson, Teitur örlygsson, Guðný Thorder- sen, fararstjóri. Umf. Njarðvíkur: Glæsiför til Danmerkur stiga hita, nema úrslitaleikurinn, sem fram fór í veglegri íþróttahöll, og fóru leikir drengjanna sem hér segir: í riðlakeppninni: Njarðvík : TVS Nieder Esch Bach, Frankfurt Þýskal. 16 : 3 Njarðvík : Árhus, Danmörk 17 : 6 Njarðvík : Oespel Kley, Þýskalandi 13:11 í undanúrslitum: Njarðvík : TSV Nord Harrislee, Þýskal. 15 : 9 Njarðvík : Oespel Kley, Þýskalandi 17 : 6 Þessi leikur gegn Oespel Kley er mjög athyglisverður, þar sem í riðlakeppninni sigraði Njarðvík þetta lið með aðeins 2 mörkum, en þetta lið komst áfram ásamt Njarðvíkingum, en orsökina má að öllum líkindum rekja til dóm- gæslunnar. I fyrri leiknum var mjög þýsksinnaður dómari og dæmdi t. d. 8 vítaköst á Njarðvík- inga en 1 á Þjóðverja. í síðari leiknum var danskur dómari, Jensen að nafni, sem að allra dómi var lang besti dómari móts- ins. 75 ’ARA Úrslit: Njardvík : Burlevs HF, Malme, Svíþ. 19 : 7 Mikill áhugi var fyrir þessum leik, og fylltist íþróttahöllin af áhorf- endum áður en leikurinn hófst, enda bjuggust allir við jöfnum og hörðum úrslitaleik, enda hafði sænska liðið unnið flesta sína leiki með yfirburðum m. a. einn með 23:4. Ein undantekning var þó á þessum spádómum, en það var áðurnefndur Jensen dómari, hann spáði að Njarðvíkingar mundu sigra með 15 mörkum gegn 5. Eðlileg úrslit þessa leiks hefðu verið 3-5 marka sigur Njarðvík- inga, miðað við getu liðanna, en allt var með Njarðvíkingum í leiknum, og skal það nú rakið hér í stuttu máli: 30 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.