Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 7

Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 7
Fjölnisfréttir úr Grafarvogi Umf. Fjölnir í Grafarvogi starfar af miklunr krafti í sumar. Fjölnir hefur nú fengið úthlutað svæði fyrir íþróttasvæði og nú snýst málið um það hjá þeinr að fá annað hvort bráðabirgðavöll strax eða fullbúinn malarvöll fyrir næsta vor og þá með húsi. Fjölnismenn hafa ráðið framkvæmdastjóra, Stefán Má Gunnarsson, sem mun einnig sjá unr knattspymuþjálfun íyngri flokkum. Þeir hafa einnig opnað skrifstofu í Foldaskóla. Afturelding byggir stúkuna Ungmennafélagið Afturelding er það félag sem einna mest finnur fyrir nálægð Landsmóts UMFI á næsta sumri þar sem mótið verður haldið á félagssvæði þess. Aftureldingarfólk stefnir á að leggja allt í sölurnar til að gera mótið sem glæsilegast. Eitt af því senr þau leggja fram er mikil sjálfboðavinna. Hér á myndinni að ofan eru félagar í sunddeild USVS svæðið (í V-Skaftafellssýslu) er ekki þekkt fyrir mikla skíðaiðkun enda hefur aðstaðan til slíks ekki verið fyrir hendi þar, frá Sólheimasandi að Skeiðará. Það er langt í skíðasnjó fjallanna en það er stutt í jöklana. Það hafa Drangsmenn í Vfk og Umf. Dyrhóley vestan Víkur nú ákveðið að nýta sér. Fólk í þessum félögum er nú að festa kaup á skíðalyftu til að setja upp á Sólheimajökli. Þetta er 300 metra lyfta sem verður færanleg og segja þeir Skaftfellingar að það taki 5 menn einn dag að færa hana milli svæða Upphafið að þessu er að hópur áhugamanna um skíðaíþróttir fannst ótækt að geta ekki stundað skíði að einhverju viti ísýslunni að vetri til. Rætt var um að stofna skíðafélag en síðan ákveðið að stofna skíðadeild innan Umf. Drangs í Vík og nú er Umf. Dyrhóley í og knattspyrnudeild Aftureldingar að vinna á vellinum senr verður á næsta sumri sá glæsilegasti á landinu. Þarna vinnur Aftureldingarfólk á kvöldin og um helgar við að byggja stúkuna sem verður reist að mestu leyti í sjálfboða- vinnu. Viðsegjumnánarfráþessu síðar. Mýrdalnum einnig komið í málin. Nú þegar er búið að safna 100 stofnfélögum sem hver greiðir 1500 kr. í stofngjald. Stofnfélagar fá síðan góðan afslátt af notkun lyftunnar. Lyftan er keypt frá Siglufirði, er færanleg eins og áður sagði og býður upp á lengingu í fyllingu tímans. Þeir sem þekkja til segja að þetta sé jafnvel betra svæði en er í Kerlingafjöllum og á að sjálfsögðu að vera hægt að notast við svæðið vetur og sumar. Menn er bjartsýnir á að þessi lyfta geti verið svæðinu til eflingar sem ferðamannastaður. Þájafnt Skógum senr Vík í Mýrdal. I vetur voru Fjölnismenn að huga að leigusamningi að stórri skenrmu í eigu Jóns Lofstssonar hf, sem er tæplega 1400 fermetra hús. Hugmyndin voru á lofti um að setja þar upp mörk og leggja gúmmíefni í gólf. Þá gerðist það að húsið var sett á uppboð og Fjölnismönnum fannst þetta full stór biti þar sem samningurinn skipti milljónum. Þess í stað hafa Fjölnismenn leigt sali í vetur fyrir æfingar um alla Reykjavík þar sem eftirspurnin er mikil. Fjölnismenn hafa nú hafið samstarf við Reykjavíkurborg um framkvænrd leikja- og íþróttanámskeiðs í Grafarvogi. Þeir sjá um hálfs mánaðar námskeið víða sem krakkar úr Grafarvoginum komast á og það er framkvæmdastjóri Fjölnis, Stefán Már Gunnarsson, sem sér um það fyrir hönd félagsins. Það urðu leiðinleg mistök í síðasta blaði í viðtali við Björn Friðþjófsson, knattspyrnumann á Dalvík, unr íþróttamál þar í bæ. Björn var sagður heita Þormóður Björnsson og Dalvíkingar voru sagðir vera um 700 manns sem er ekki rétt. Þeir eru hins vegar um 1300 rnanns. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. Skíöaö á Sólheimajökli SKINFAXI 7

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.