Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 29

Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 29
Þegar allt gengur upp Vésteinn Hafsteinsson er í góðu formi fyrir sumarið með glæsilegt íslandsmet í farteskinu á leið á Grand Prix mótin Vésteinn Hafsteinsson er einn þeirra afreksmanna okkar sem við bindum miklar vonir við í sumar. Hann setti nýtt Islandsmet í kringlukasti, 77.68 m sem mældist þá þriðja lengsta kastið í heiminum í ár. Hann er að sjálfsögðu inni á lista þeirra 50 bestu og þriðja besta kast í heiminum opnar dyr á öll Grand Prix mót sumarsins. Skinfaxi var á ferðinni á Selfossi fyrri hluta júnímánaðar en þá var þar haldið hið árlega Vormót Héraðssambandsins Skarphéðins. Vésteinn var hins vegar ekki í sínu hefðbundna hlutverki, í kasthringnum með kringluna heldur á hinum endanum að mæla köstin. Hann hafði meiðst lítillega í læri á æfingu stuttu áður og vildi spara kraftana. Kom vel út úr æfingatímabili „Þetta er ekkert stórvægilegt”, sagði Vésteinn, „en það eru svo mörg stórmót framundan að það borgar sig ekki að taka neina áhættu.” Það var ekki á neinu stórmóti sem Vésteinn kastaði sínu lengsta kasti hingað til. Það var einmitt á Selfossvellinum í maí. Vésteinn var spurður um metkastið. Þetta kom mér ekkert mjög mikið á óvart. Eg er búinn að eiga gott tímabil í Kaliforníu núna að undanförnu á æfingum og smámótum. Ég hef náð góðum köstum þó ég hafi stundum verið að gera sum ógild. En þetta eru hlutir sem fólk gerir sér eðlilega ekki grein fyrir, veit ekkert hvernig þróunin hjá manni er á æfingatímabili. Fyrir mér voru þetta því eðlileg „afköst”. Frá því í febrúar hef ég ekkert gert annað en að æfa. Semég hef náttúrulega svoað segja gert undanfarin ár”, bætir Vésteinn brosandi við. Allt gekk upp En þetta mót á Selfossi held á að megi segja að sé mitt besta mót hingað til. Þetta var eitt af þeim mótum þar sem allt gengur upp. Ég fann það strax þegar ég var að byrja að þetta yrði gott. Þeir sem verið hafa lengi í íþróttum þekkja þessa tilfinningu. Maðurfærgæsahúðoghefur það mjög sterkt á tilfinningunni að nánast allt sé mögulegt. Það gekk einfaldlega allt upp, stígandin var góð, engin átök, köstin tiltölulega jöfn og allt gekk upp. Það var í febrúar sem Vésteinn fór til Kalifomíu til æfinga meðal nokkurra þeirra bestu. Hann hafði verið í Svíþjóð mestan hluta vetursins, verið í hálfu launastarfi og æft með. „Það hefur svo mikið að segja að komast í veðurfarslegar og æfingalegar aðstæður eins og þær sem eru í Bandaríkjunum. Svo er það einnig næstum nauðsynlegt að vera að æfa og keppa með þeim bestu. Þarna var ég að æfa og keppa með þremur fyrrverandi heimsmethöfum í kringlukasti sem eru enn meðal þeirra bestu; Bandaríkjamönnunum Owen, Mac Wilkins, Þjóðverjanum Schmidt. Það er þessi stöðugi samanburður og félagsskapur sem hefur svo mikið að segja fyrir kollinn, sálfræðilegu hliðina á þessu öllu. Maður fær meiri trú á sjálfum sér. Svo var ég þama að æfa vissa tæknihluta sérstaklega og þá er félagskapurinn við nokkra þá bestu, keppendur sem þjálfara, mjög jákvæður.” Vésteinnkeppiráa.m.k.þremurGrand Prix mótum í júlí, í Nice í Frakklandi, Berlín og Róm. „Síðan koma fleiri mót í ágúst, ég á von á fjórum mótum þá. Sumarið hjá mér er því ein mótahrina og ég er vel undirbúinn. Þarna keppi ég við þá bestu í heiminum og í sumar er stefnan er á stórmótin og að ná rnínu meðaltali þarupp. Aðnájöfnum, löngumköstum á stórmóti, á það hefur nokkuð skort hjá mér. Ég þarf að skólast betur í stórmótunum. Það er svo margt sem hefur áhrif á það hvemig maður er stemmdur í kasthringnum. Það eru löng ferðalög, stress út af ýmsum smámunum, ógilt kast á viðkvæmu augnabliki og svo framvegis. Þetta eru hlutir sem fólk heyrir ekkert um, það fréttir bara hversu langt maður kastar. En ég þarf að sjóast betur í þessum hlutum. Mér finnst ég núna vera í mínu besta formi hingað til og því er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn á sumarið”, segir Vésteinn að lokum. IH SKINFAXI 29

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.