Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 6

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 6
FrjálsíþróttadeiId Umf. Skallagríms í Borgarnesi hreinsaði 40 km leið í Borgarfirði, um tvœr kerrur. Myndin er tekin við lok hreinsunar þegar fólkið fékk sér hressingu. Félagar í Völsungi frá Húsavík hreinsuðu vegi norðurfrá Húsavík og eins og sést einskorðuðu þeir sig ekki við vegkantinn ef með þurfti. Félagarí Umf. Tjörnesinga við hluta af dagsfeng sínum. Þauföldu hann reyndar á hak við sig þannig að hann sést ekki. Það sést hins vegar að veðrið lék við Þingeyinga í hreinsuninni og að þeirra sögn tókst hún mjög vel. Hreinsaö aftur í aldir UngmennafélagiðEflingíMývatnssveithrein.saðiaftur í aldir í orðsins fyllstu merkingu. Á miðjum laugardegínum voru krakkar í óða önn við að hreinsa rusl við vegkandnn þegar þeir rákust á nokkuð sem þeim sýndist vera mannabein. Þau hentu þvíekki beint í pokann heldur færðu þau til sér eldri og reyndari. Við nánari athugun, hringingu á Þjóðminjasafnið og ferð GuðmundarÓlafssonar, fomieifafræðings til Mývatns, kom í ljós að krakkarnir höfðu komið niður á görnul kuml (gamla gröf frá 11. öld). Þessi fundur þykir fomleifafræðingum nokkuð merkilegur. Það erekki á hverjum degi sem ungmennafélagar rekast á slíkt í hreinsunum sínum. 6 SKINFAXI

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.