Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 26
Iþróttavöllurinn á Varmá
í Mosfellsbœ. Þegar
blaðiðfór í prentun var
beðið eftir þurrki til að
koma gerviefninu á
brautirnar.
Botnlaus mýri
verður Landsmótsvöllur
Þar sem áður var botnlaus mýri, að því
er menn töldu, verður nú 20. Landsmót
UMFí 12. til 15. júlí á næsta sumri,
1990. Þar sem nú er verið að reisa það
sem á næsta ári verður orðinn glæsi legasti
íþróttaleikvangur landsins, var áður
mýrarfen hvar Bretar gáfust upp við að
reisa skála og önnur mannvirki á
stríðsárunum. Þá hefði sjálfsagt enginn
spáð því að þarna kæmi grasvöllur með
sex hlaupabrautum og atrennubrautum
lögðum gerviefni eins og raunin verður
á í sumar. Um er að ræða sex brautir
allan hringinn og átta beinar brautir.
Þegar veðurenglar
leyfa
Enda eru það ekki neinar smá upphæðir
sem notaðar eru í uppbygginguna fyrir
Landsmótið. Heildarkostnaður er
áætlaður 100 milljónir króna, þar af um
60 milljónir innan nýja leikvangsins.
Þegar þetta er skrifað er staðan’með
lagningu gerfiefnisins sú að fyrirhugað
var að ljúka vinnu við allt undirlag fyrir
15. júní. Fljótlegaúrþvíkomu v-þýskir
verktakar til að leggja gerviefnið á völlinn
og það gengur eftir því sem veðurenglar
lofa. Gert er þó ráð fyrir að því verði
lokið um miðjan ágúst. Nú er verið að
vinna við fyrsta áfanga stúkunnar við
völlinn og verður honum lokið nú í
sumar. Þessi fyrsti áfangi mun rúma um
1000 manns. Þá er einnig verið að vinna
við nýtt vallarhús og verður því lokið
26
SKINFAXI