Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 21
byggð á jafnréttisgrundvelli né heldur
þeim sanngimiskröfum sem stúlkurnar
getaréttilega gertti 1KSÍ. Þaðeralkunna
að allir þeir íþróttamenn sem gera
einhverjar kröfur um eigin árangur
dreymir um að geta tekið þátt í keppni
fy rir hönd s innar þjóðar og um að komast
í hóp þeirra bestu, landslið.
Þennan draum hefur KSÍ tekið frá
íslenskum stúlkum sem hafa gaman af
að leika knattspyrnu og eyða ómælduin
tíma og peningum í æfngar og keppni.
Þær hafa staðið álengdar og horft á
knattspyrnuforystu landsins ýmist rétta
þeim þennan draum að því er virðist til
þess eins að taka hann frá þeim aftur.
Það er staðreynd að í þau skipti sem KSI
hefur treyst sér til að halda úti
kvennalandsliði þá hefur liðum tjölgað í
deildarkeppnunum og meðal yngri
flokkana. Og hvemig hefur KSI mætt
þessum augljósa áhuga á
kvennaknattspyrnu? Jú, þeir hafa í
langflestum tilfellum lagt landsliðið
niður og þar með dregið óbeint úr
þátttöku stúlkna í knattspymu.
Frammistaöa
á alþjóðamælikvarða
En hvernig hefur frammistaða
stúlknanna verið á alþjóðamælikvarða?
Það er ekki hægt að kvarta undan lélegu
gengi þó vissulega hafi ýmislegt mátt
betur fara. Alls hafa verið leiknir 17
kvennalandsliðsleikir, 4 hafa unnist, 2
hafa endað með jafntefli og 11 hafa
tapast. Markatalan 23-47. Þessiárangur
er alls ekki slæmur. Hann þýðir að
stúlkurnar hafa sigrað í 23,5% þeirra
leikja sem þær hafa leikið, gert jafntefli
í 11,7% og tapað í 64,7% leikja. Ef við
gerum samanburð við íslenska landsliðið
(þ.e. karlalandsliðið) þá sjáum við að
þeir hafa leikið 190 leiki, sigrað í 39
leikjum,gertjafntefli í30og tapaðí 121
leik. Hlutföllin eru því að sigur hefur
unnist í 20,5% af þeim leikjum sem
leiknir hafa verið, jafntefli í 15,7% og
tap hefur litið ljós í 63,6% leikjanna.
Sem sagt stúlkurnar hafa staðið sig álíka
vel og strákamir. Samt sem áður hefur
engum stjómarmanni innan KSI dottið í
hug að leggja til að karlalandsliðið yrði
lagt niður!
Það hefur löngum verið siður meðal
Islendinga að spá í spilin unr áramót og
eru þá oft fengnar vísar konur til að segja
Frá Gull og Silfur mótinu ífyrrasumar þar sem 3. og 4.flokkur kvenna fœr
möguleika á að spreyta sig. Pað verður haldið 12. og 13. ágúst n.k.
til um óorðna hluti.
Löngum hefur Vikan verið framarlega
í flokki hvað þetta snertir en um síðustu
áramót tók íþróttablaðið þessa nýbreytni
upp. Spádómar þeir sem þar birtast eru
athyglisverðir og þess virði að þeir séu
rifjaðir upp hér. Völvan telur að það séu
greinilegar blikur á lofti í íþróttum hér á
landi sem og í stjórnun þeirra mála.
Deilir hún hart á ÍSÍ og segir að þrátt
fyrir að duglegar og kraftmiklar sálir
vilji vinna vel þá komist þær lítt áleiðis
fyrirrykföllnum afturhaldsseggjum. Þá
segir hún:
“Það verður þó rifist á fleiri stöðum en
þessum fyrrnefnda því fjölmennasta
íþróttasambandið verður mikið milli
tannanna á fólki á árinu.
Mér sýnist þetta vera boltasparkarar
eða í það minnsta eru þeir 22 að leika sér
í einu.
Eitthvað er í lamasessi hjá þessum
mönnum og mikið er deilt. Sama
ládeyðan er yfir þessum mönnum og
hinum á undan og snúast margir gegn
mönnum í forystunni. Sá sem trónir á
toppnum hefur verið umdeildur nokkuð
lengi og sætir gagnrýni fyrir frekju og
yfirgang. Mér finnst þetta semt vera
góður og virtur einstaklingur sem hefur
einfaldlega of mörgum hnöppum að
hneppa. Það er engu líkara en hann sé í
forystuhlutverkinu vegna eigin
hagsmuna. Hann á ekki eftir að gegna
þessu forystuhlutverki lengi því menn
vil ja virka stjórn og krefjast frumkvæðis
að hálfu sambandsins.”
Auðvitað eru þetta einungis
vangaveltur og spádómar konu utan úr
bæ sem þóttist sjá þetta út úr spilunum
sínum, en engu að síður finnst manni að
hún hafi ýmislegt til síns máls.
Forysta KSÍ hefur ekki verið til
fyrirmyndar hvað varðar að halda eigin
reglur og reglugerðir og þá allra síst þær
reglur sem snúa að kvenna-
SKINFAXI
21