Skinfaxi - 01.06.1989, Page 13
kemur, við byrjum bara upp á nýtt.”
Hann er svo geysilega þolinmóður og
stappaði í mig stálinu. Okkur hefur
gengið mjög vel í samstarfi í þessi 11 ár.
Ég held að það sé töluvert úthald.”
Þráinn og Þórdís fóru saman út til
Alabama 1981 og þá var þar fyrir
hástökksþjálfari sem var ekki í sama
klassa og Þráinn.
„Þetta varð smá
vesen”, segir Þórdís um
upphaf Bandaríkja-
dvalarinnar. „Égvarsett
á létta æfingaáætlun en
var vön að æfa frekar
mikið. Égreyndinúsamt
að halda mínu striki og
þegar ég fór að keppa
fyrir skólann og stóð mig
vel sögðu yfirmennirnir
í skólanum: „Hún
stendur sig vel við
þurfum ekkert að liafa
áhyggjur af henni”, og
ég fékk Þráin aftur sem
þjálfara.”
Umrœðan beinist að
aðstöðunni hérheima og
erlendis.
Það er oft sem maður
heyrir fólk tala um að
það fáist mikið betri
þjálfarar við að fara út
en það er ekki rétt. Það
getur verið upp og ofan.
Þráinn var t.d. ráðinn sem þjálfari í
Alabama þannig að það geta komið góðir
þjálfarar héðan. Endaeigum við fulltaf
góðumfrjálsíþróttaþjálfurum ídag. Það
er fyrst og fremst aðstaðan og veðrið
sem breytir því að það geti verið æskilegt
að fara erlendis til æfinga. Aðstaðan hér
heima er auðvitað fyrir neðan allar hellur
en það er nú búið að tala svo ntikið um
það að ég þarf engu þar við að bæta. “
Eiginmaðurinn þjálfari
Nú er oft talað um að það sé heldur
varasamtfyrir hjón að eyða saman öllum
sólarhringnum, vinnuogfrístundum. En
þetta hefur gengið upp hjáykkur, segirðu.
Þórdís brosir og segir að þetta sé
ekkert náttúrulögmál. „Við Þráinn
höfum sýnt fram á að það er rangt, tel ég.
Ég hef einmitt verið spurð að því hvemig
í ósköpunum ég geti látið manninn minn
þjálfa mig. Það hefur oft verið sagt við
mig: „Ekki gæti ég þjálfað konuna mína.
Hún myndi ekkert hlusta á ntig!” En
þettahefurgengiðfrábærlega vel. Þráinn
hefur þjálfað mig í 11 ár og það hafa
aldrei orðið neinir árekstrar sem eitthvað
kveður að. Við höfum auðvitað orðið
ósammála um einhver smáatriði en það
hefur alltaf verið leyst fljótt og vel.
Þegar við förum á æfingu er hann
þjálfarinn og ég keppandinn. Uppvaskið
fer ekki með í íþróttahúsið”, segir Þórdís
brosandi. Þegar keppnismaður og
þjálfari eru búin að vera saman í þetta
mörg ár þarf að vera mjög náið samband
milli aðila. Og við höfum nokkurtforskot
hvað þetta varðar. Sérstaklega þegar
maður er komin með þetta mikla
þekkingu og reynslu sjálf af íþrótt sinni.
Þráinn þekkir orðið dagsformið. Hann
veit hversu mikið er hægt að leggja á
mig hvem dag. Hann veit hvað er að
gerast yfir daginn hjá mér. Hann veit
hvenær ég er orðin svo og svo pirruð og
svo framvegis. Ég segi fyrir mig að ég
vildi ekki vera í vinnu frá 9 til 5 og hitta
manninn kannski í þrjá tíma. Núna
höfum við sama vinnustaðinn og ég get
ekki hugsað mér það öðruvísi.”
Þegar þið voruð að Ijúka námi í
Bandaríkjunum, dattykkurþá nokkurn
tíma í hug að þið mynduð fara í vinnu á
sama stað, hér á Laugarvatni?
„Nei, fjarri því. ÞegarÁrni, skólastjóri
íþróttakennaraskólans, bað okkur að
koma í viðtal vegna starfs við skólann
litum við á það sem skemmtiferð á
Laugarvatn. Við ræddumekki einu sinni
þennan möguleika á leiðinni, töluðum
bara um útsýnið. Við höfðum mikið
frekar hugsað okkur að taka að okkur
þjálfun. Iþróttakennaraskólinn hafði
þannig ásýnd út á við að við hugleiddum
þennan möguleika ekkert sérstaklega.
Svo vildi það þannig til að þegar komin
voru síðustu l'orvöð að taka
ákvörðun vorunt við undir
pressu. Ég var að koma úr
keppnisferð og Þráinn var að
faraerlendis sent landsþjálfari.
Við urðum að taka ákvörðun á
næstu klukkustundum og við
sögðum þá: „Æ, sláum bara til
og prófunt.” Og við sjáum
ekkert eftir því. Þetta er
krefjandi og skemmtilegt starf.
Það gerðist nokkuð svipað
þessu þegar við ákváðunt að
fara til Alabama. Það var
hringt þaðan í desember og
okkur boðinn styrkur og
skólavist og við vorum komin
út í janúar. Mikilvægar
ákvarðanir virðast oft vera
teknar undir „pressu”, við
erunt svo vön að vera undir
pressu í íþróttunum.”
Og nú býðst þeim að fara
aftur til Bandaríkjanna. Það
erþjálfari íTexas, viðEl Paso
háskólann sem vissi af okkur í
Alabama og vill fá Þráin til starfa sem
þjálfara. Þarna eru góð kjör íboði þannig
að auðvitað er þetta freistandi. En ég á
von á bami nú í júlí og það er margt sem
þarf að hugsa út í þannig að ekkert er
ákveðið enn. En mér finnst líka
skemmtilegt til þess að vita að
bandarískirháskólarskuli leitatil Islands
eftir þjálfara.
Móöir og
frjálsíþróttamaöur
Þórdís er spurð að þvi hvernig hún sjái
sig sem frjálsíþróttamann og móður.
„Mér líst vel á það, þetta er spennandi
tilhugsun. Auðvitað hugsa ég fyrst og
fremst unt það að láta mér líða vel þessa
dagana. Ég er reyndar á fullu í vinnu en
það er ekkert miðað við það að vera á
fullu við æfingar með. Þetta er því ný
upplifun á tvennan hátt. Meðganga og
frí frá æfingum. Það hefég ekki gert frá
því ég var 14 ára. Frjálsíþróttirnar hafa
Þórdís vel yfir ránni á Landsmótinu á Húsavík '87. Það var
fyrsta Landsmót Þórdísar sem keppanda.
SKINFAXI
13