Skinfaxi - 01.06.1989, Blaðsíða 5
Við tókum á
og tókum til
H-dagur á Ströndum. Strandamenn tœma einn ruslpallinn afmörgum á hreinsunardaginn.
s
A
JL JL.taki ungmennafélag-
anna, „Tökum á, tökum til”, lauk
formlega 11. júní, þó á einstaka
stað hafi hreinsun verið frestað
um nokkra daga. Útlit er fyrir að
um 8 þúsund manns hafi hreinsað
með fram 6 þúsund km svæði af
þjóðvegum landsins og í tonnum
talið sennilega um 400 til 500.
Enn einu sinni sýndu ungmenna-
félögin hvers þau eru megnug.
Það er ástæða til að fagna auknum
áhuga á umhverfismálum og
ungmennafélögin hafa ekki sagt
sittsíðastaáþessu sviði. Reyndar
hafa mörg ungmennafélög
hreinsað með fram vegum á
undanfömum árum en með þessu
sameiginlega átaki var stefnt að
því að vekja athygli á þeim ósóma
að fólk hendi rusli úr bifreiðum
eða annars staðar á víðavangi og
fá almenning til að hugsa um þessi
mál.
Umfjöllun fjölmiðla hefur verið
bæði mikil og jákvæð og ýmsir
hafa stutt þetta verkefni með
ágætum greinaskrifum eða á
annan hátt.
Ég vil fyrir hönd UMFÍ og allra
ungmennafélaga á landinu þakka
þeim fjölmörgu er lögðu átakinu
lið og gerðu þetta þjóðarátak
mögulegt. Það er sómi hvers
manns að hafa tekið þátt í slíku
verkefni.
Pálmi Gíslason, formaður
UMFÍ.
SKINFAXI
5