Skinfaxi

Volume

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 19

Skinfaxi - 01.06.1989, Page 19
Stefni á 1,80 m í sumar Þóra Einarsdóttir, einn efnilegasti hástökkvari landsins í stuttu spjalii Þóra Einarsdóttir, hástökkvari úr UMSE, er einn fulltrúi nýrrar efnilegrar kynslóðar í frjálsíþróttum, 18 ára gömul frá Dalvík í Eyjafirði. Hún hefur verið í frjálsíþróttum frá 14 ára aldri og ekkert skipt sér af öðrum íþróttagreinum. 1 sumar er skammt stórra högga ámilli hjá henni. Hún tók þátt í Kýpurleikunum í vor og fór í júní með hópi Eyfirðinga í æfingaferð til V-Þýskalands sem UMFI hefur undirbúið. Auk UMSE fóru HSÞ, UMSK, UMSS og UÍA í slíkar ferðir í maí ogjúní. En auk þessarar utanferðar gerir Þóra sér síðan vonir um að komast með stúlknalandsliði FRÍ til Dublin í keppni síðar í sumar. Verðum sterk í Mosfellsbæ „Ég er búin að vera í frjálsum frá því ég var fjórtán ára en þetta er fyrsta árið sem ég æfi af einhverju viti, finnst mér. Ég er búin að vera í Reykjavík í vetur í skóla og hef verið á UMFI æfingunum í Baldurshaga og svo hef ég líka fengið inni hjá KRingum á æfingum. Ég hef líka verið að lyfta þó nokkuð undanfarið og það hefur skilað sér vel finnst mér. Ég er búin að vera að æfa stíft í vor og er nokkuð þung. En þetta er allt á réttri leið. Svo er Jón Sævar Þórðarson farinn að æfa UMSE liðið og við eigum eftir að koma sterk á Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ, næsta sumar. Því get ég lofað þér.” Miklar framfarir Það er ár síðan Þóra stökk yfir 1.55 m. Síðan stökk hún 1.63 m best á síðasta ári og á Kýpur stökk hún 1.73 m. Þetta má kallagóðarframfariráeinuári. Þóravar spurð um reynsluna af Kýpurleikunum. „Það var alveg frábært. Þetta var mjög taugastrekkjandi en mjög skemmtileg lífsreynsla. Það varð hálfgerður misskilningur einn daginn með íslenska frjálsíþróttahópinn sem gerði það að verkum að ég kom of seint, kom beint inn á völlinn, fékk aðeins tvær æfingaatrennur í miklu hasti og síðan átti ég strax að stökkva. Svo upplifði maður sig eins og eitthvert smákríli. Ég er nú ekki lágvaxin en leið eins og einhverri smástelpu þarna inni á leikvanginum. Þetta var fyrsta keppnin mín í útlöndum og útkoman kannski eftir því. En svo keppti ég á nokkuð sterku alþjóðlegu móti á þessum Þóra Einarsdóttir, hástökkvari. leikvangi nokkrum dögum síðar og þar stökkég 1.73 m. Þávarmesti skrekkurinn kominn úr mér. Þetta var allt mjög skemmtilegt og lærdómsríkt. Svo voru aðstæðurnar alveg frábærar. Þetta var alveg nýr völlur, ekki þriggja mánaða gamall, og það lá við að gerviefnið væri enn laust þegar mótið fórfram, þetta varsvo nýtt. Ég myndi nú gefa ýmislegt fyrir svona aðstæður, þær eru alveg grátlegarhér heima. Við vorum til dæmis að fá blokkir fyrir spretthlaupin á völlinn á Dalvík og þær virðast vera þannig að það er ekki hægt að festa þær í brautina. Ætli eigi baraekki einhverað standa fyrir aftan þær og ýta á móti. Það er svo mikill áhugi fyrir fótbolta á Dalvík að mestur krafturinn hefur farið í hann. En þetta er nú að koma hægt og hægt og það er gott fólk á Dalvík sem stendur við bakið á sínu íþróttafólki. Stúlknamet Þórdísar En hvað sem aðstöðunni líður set ég stefnuna á 1.80 m í ár”, segir Þóra ákveðin. Að minnsta kosti að ná stúlknametinu hennar Þórdísar Gísladóttur sem er 1.76 m. Það er orðið allt of gamalt met.” Þóra var að fara út til Þýskalands daginn eftir að rætt var við hana, á Vormóti HSK og hún var spurð um UMSE liðið. „Þetta er samstæður og skemmtilegur hópur. Það er mjög góður andi og þetta verður örugglega þræ 1 skemmti legt. Sem dæmi um meðalaldurinn í hópnum munar engu að ég sé aldursforsetinn”, segir Þóra og hlær. Með það var þessi hressa stelpa hlaupin. IH SKINFAXI 19

x

Skinfaxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.